Tuesday, September 23, 2008

23. septembar

Bekkpressa 110 kg 3x3
þröngur bekkur 90 kg 3x5
axlarpressa 20 kg 3x8

aukaæfingar......

Enn einu sinni var karlinn mættur, einn og yfirgefinn. Ekki vantar aðstöðuna, en poverandinn er lítill þarna skiljanlega. Hins vegar hef ég áður æft í einangrun. Æfði m.a einn í þrjá mánuði í Thailandi og kom þá heim helskorinn í fittnessformi.

22. september

Hnébeygja 120 kg 3x5
réttstöðulyfta 180 kg 3 reps

aukaæfingar....

Þessi æfing var síðasta krypplingaæfingin í vetur. Eftir þetta verður tekið vel á stálinu. Einu sinni í viku mun ég mæta og dedda vel. Veit ekki enn hvar sá staður verður, en ég er enn að bíða eftir að Big-Daddy opni sitt gymm aftur. Fór í síðustu viku að skoða gym 80 og Egilshöll. Leist vel á Gym 80, en þar var hópur manna að æfa.

Í dag setti ég gjörðina á mig og æfði létt á teppinu. Gömlu æfingafélagarnir úr Silfursporti hafa miklar áhyggjur af mér og vilja sjá mig í Stevegym. Það gengur þvi miður ekki, enda er Foringinn í straffi hjá mér fram í júní á næsta ári.
Sjá: Kötturinn er kominn á ról

Það er ekki alveg rétt að ég sé bara að dedda 170 kg í anti-pover stöð. Ég er að dedda 180 kg í anti-pover stöð.

19. september

Bekkpressa 115 kg 3x3
þröngur bekkur 100 kg 3x5
hnakkapressa 60 kg 3x5

aukaæfingar.....

Æfði frekar frískt. Þori aldrei að spyrja háskólaliðið að standa við bekkinn eða beygjur. Hins vegar var þarna maður sem bauðst til að standa við hjá mér, en þá var ég því miður búinn að taka bekkinn. Annars er ég farinn að iða í skinninu að taka vel á því. Verð að fara að bæta meira á stöngina næst og nota liðið. Sumir eru býsna sprækir þarna, m.a var þarna 80 kg maður að pover-cleana 80 kg nokrum sinnum létt. Það er fullt af liðið að fela sig þarna eins og ég, enda eru tækin þarna nokkuð góð.

16. september

Hnébeygja 130 kg 3x3

aukaæfingar.....

Frekar slappur dagur í Háskólatorginu. Langur skóladagur í dag. Mánudagarnir og þriðjudagarnir eru fráteknir fyrir fötlunarfræðina. Æfi þá alltaf hádegisæfingar, enda verð ég að vera heima á kvöldin hjá fjölskyldunni, enda konan komin á steypirinn.

15. september

Bekkpressa 100 kg 3x5
þröngur bekkur 90 kg 2x5
handlóða pump fyrir axlir

aukaæfingar...

Mikið var að gera í skólanum á mánudaginn og því hætti ég við að taka deddæfingu. Mætti á hinn leynistaðinn minn, sem er spítalagymmið. Þar æfir maður eiginlega alltaf einn.

12. september

Bekkpressa 120 kg 3x3
þröngur bekkur 100 5 reps
hnakkapressa 70 kg 3x5

aukaæfingar.....

Æft var í Háskólagymminu. Ekkert sérstakt í gangi. Bara skylduæfing og tekið vel á tryspnum. Fínt að æfa við Hagatorgið meðan maður hugsar sitt ráð.

Tuesday, September 09, 2008

9. september

Hnébeygjur 130 3x3
Réttstöðulyfta 170 kg 3 reps

aukaæfingar...

Lyft var í skólagymminu. Deddað var dúnmjúkt á dúknum. Aukaæfingarnar voru frekar fábrotnar, en tekið var vel á tækjunum. Hef reyndar miklar áhyggjur af því að ég koðna niður, en lofa því að taka vel á stálinu þegar ég nálgast það næst!

5. september

Bekkpressa 110 kg 3x5
þröngur bekkur 100 kg 5x2

aukaæfingar...

Nú var æft í Kleppsgymminu. Með mér á æfingunni var Jóhann næturvörður. Þetta var síðasta rugl æfinginn í vikunni. Næst vika verður maun betri.

Fógetamótið er næst á dagskrá. Þá er keppt í svokölluðum kjötbekk. Mótið er minngarmót um Ólaf Sigurgeirsson Fógeta.

Thursday, September 04, 2008

4. september

Hnébeygjur 130 kg 3 reps
réttstöðulyfta 160 kg 3 reps

aukaæfingar....

Enn var æft í skólagymminu og tekin var stutt og létt æfing. Frábær aðstaða að mörgu leiti, en það vantar andan. Deddað var með böndum og passað var vel upp á að skella ekki niður, enda gymmið á 2. hæð og ekki sniðugt að dedda á þriðja hundarkíló í þessu húsnæði. Tækin eru samt frábær...

1. september

Bekkpressa 120 kg 3x3
þröngur bekkur 110 kg reps
hnakkapressa 50 kg 3x3

aukaæfingar...

Þetta var fyrsta æfinginn eftir mótið um helgina. Því var tekið létt á því og bekkurinn & bysepinn. Núna er er karlinn orðinn aftur munaðarlaus æfingalega séð og hefur engan sérstakan stað til að æfa á eftir að Silfursport hætti um mánaðarmótin. Hugmyndin er að æfa í Gym80 eða upp í Egilshöll þangað til Logg-gymmið opnar aftur. En ég á ennþá kort í skólagymminu mínu. Það er í raun ágætisaðstaða og sennilega verður maður að skúnkast þarna út mánuðinn.

Svo skemmtilega vildi til að Bjarki Silfer, keppandi minn í 110 kg flokki á deddmótinu var mættur á eina prufuæfingu í gymminu. Næstu dagar munu skera úr um hvort maður koðni niður eða maður detti í anda. Maður þyrfti helst að finna góðan stað til að æfa þungu æfingarnar, ef maður ætlar að skella sér á alvöru mót í haust.