Tuesday, June 30, 2009

Evrópumótið

Evrópa skalf og nötraði þegar sterkasti öðlingur Evrópu setti 290 kg á stöngina í réttstöðulyftu. Draumlyftan var framundan og tröðfullur salur af allra þjóða kvikindum görguðu á Masterinn og hvöttu hann til dáða. Nú skildi evrópa verða afgreidd. Masterinn hafði í tilraun sinni á undan tekið öryggislyftu upp á 275 kg í annari tilraun og skilið alla öldunguna í öllum þyngdarflokkum og öllum aldursflokkum réttstöðunni fyrir aftan sig. En því miður þá stoppaði lyftan á leiðinni.....

Masterinn var orðinn svo þreyttur og ruglaður að hann hélt lengi vel að hann hefði farið í 300 kg í deddi í siðustu tilraun sinni. Þetta var auðvitað bara 290 kg, en samt bæting um 7,5 kg. Þá hefði kannski verið betra að melda 282,5 kg, en það gengur vonandi betur næst.

Bekkurinn seinn um daginn gekk ekki eins vel, en þar gerði karlinn fjölda af mistökum, en hefði átt að taka í það minnsta 190 kg.

Íslendingarnir stóðu sig samt vel og komu heim með fimm gull og eitt brons, sjá Kraftameima.net

Nokkrir keppendur vöktu mikla athygli, m.a David Carter öldungurinn á sjötugsaldri sem tók 320 kg bæði í hnébegju og bekkpressu og Búlgarinn Alexander sem bæði léttur og grannur beygði 360 kg og tók 900 kg í samanlögðu.

Myndbönd

David Carter á sjötugsaldri tekur 320 kg hér:
Gunz tekur upphitun & 250 kg hér:
Gunz tekur 275 kg hér:
Gunz reynir við 290 kg hér:
Heljarmennið Richard Fricker (GB) deddar hér:
Peter Malfa (Ger) deddar hér:
Alexander (Bul) deddar 295 kg hér:
Kári tekur 240 kg hér:
Kári tekur 220 kg hér:

Nánar um mótið fljótlega, en minni á Kraftameima.net

Fleirri myndbönd eru á leiðinni.....




Sunday, June 21, 2009

Bekkpressa


Síðasta þunga bekkpressan var á mánudaginn í Þrekhúsinu (KR). Þar klikkaði karlinn á 195 kg í sloppnum. Ekki munaði miklu, en einhver þreyta og pirringur undanfarna daga var að hrjá karlinn. Palli Pató, Hermann H. & Kári Magister tóku þunga æfingu. Allir stefna þeir á að sigra Evrópu í Amsterdam.

Draumurinn er að taka 200 kg í bekkpressu og 300 kg a mótinu. Þetta er bara spurning um dagsformið. Raunhæft væri þó að stefna á 195 kg í bekknum og 285 kg í réttstöðu.

Myndbönd

Gunz tekur 270 kg dedd hér:
Palli tekur bekk hér:
Palli tekur bekk hér
Palli tekur bekk hér:
Palli tekur bekk hér:
Palli tekur bekk hér:
Gunz tekur 195 kg bekk hér:
Gunz tekur 195 kg bekk (aukatilraun) hér:
Hermann Haralds tekur 200 kg á bekk (rekst í statíf) hér:






Monday, June 15, 2009

Réttstöðulyfta

Réttstöðulyftan var tekin á föstudaginn. Fékk VIktoríu til að taka upp lyftuna mína, með 270 kg. Magister og Palli Patró voru líka að toppa fyrir EM.


Myndbönd


Master tekur 270 kg hér:
Magister tekur 24o kg hér:
Palli Patro tekur 220 kg hér:

Thursday, June 11, 2009

Bekkpressa

Bekkpressan var tekin í KR (Þrekhúsinu) á mánudaginn. Síðustu vikur hafa gengið vel og hver sjúkrabætingin eftir önnur rokið upp. Því var nú svo komið að verkefni dagsins átti að vera 195-200 kg á bekknum. Hins vegar kom í ljós að ég var ekki í miklu stuði. Fann til í framhandleggjunum og sloppurinn var ekki að gefa mér mikið þennan daginn. Það gengur vonandi betur næst, en ég tók þó 185 kg með stoppi og fannst það vera algjör toppur þann daginn. Palli Patró tók hins vegar vel á bekknum í nýja sloppnum sínum. Það kom bara flott út, enda sloppurinn í Latabæjarstíl, fallega rauður.

Myndband

Palli tekur 120 kg í bekkpressu hér:

Daginn eftir missti ég svo Nikon vélina mina í gólfið heima. Þetta var bara stutt fall um 15-20 centimetrar niður á dúnmjúkt teppið. En þetta lýtur samt ekki vel út. Fór með vélina til sérfræðings sem faðir minn mælti með. Vona að þetta sé ekki ein af síðust myndum úr vélinni D-50 frá Nikon. Þetta er Hermann Haraldsson kepppandi á Evrópumótinu í Amsterdam. Hrikalegur í sloppnum.

Hnébeygja

Léttu dagarnir eru ætið teknir í WC (World Class). Yfirleitt eru þeir nú ekki léttir í þeim skilningi, heldur er oftar en ekki tekið gott pump á þriðjudögum og fimmtudögum. Mikið er af góðum tækjum þarna og því hefur þetta prógram gengið ágætileg. Hins vegar er nú stutt í mót og þreyta farin að segja til sín. Því verður léttur dagur að vera léttur eins og Jón Gunnarsson kallaði það. Maður verður að gæta sín að lenda ekki í ofþjálfun og því verður nú hvíldin að ráða meiru næstu vikurnar. Hins vegar hef ég aðeins verið að leika mér í hnébeygju einn og óstuddur á morgnana. Með stöngina uppi og án beltis tók ég í síðustu viku 130 kg x3 án þess að finna neitt til. Í þessari viku tók ég svo 140 kg x 3 með sama ferskleika. Í næstu viku tek ég svo 150 kg x 3 og læt byrja svo að æfa hnébeygjur að fullu aftur, enda er stefna tekin á Las Vegas í nóvember!

Réttstöðulyfta

Síðasta föstudag var tekin réttstöðulyfta. Manni leist þó ekki á blikuna enda búinn að standi í stöngu yfir daginn. Samt gekk þetta furðuvel í gymminu og ég náði að flengjast upp með 260 kg x 3. Mikið fjölmenni var í gymminu þennan dag, en m.a náðist mynd af evrópufaranum hinum efnilega Palla Parópáver sem bætir sig á hverri æfingu.

Myndband

Master tekur 260 x 3 & Palli tekur 190 kg hér:


Tuesday, June 02, 2009

Bekkurinn

Bekkurinn var tekinn í gær, annan í Hvitasunnu. Því miður var ég á næturvakt nóttina áður og þurfti svo að hugsa um börnin þegar ég kom heim, því frúin er byrjuð að vinna. Svo þurfti ég að geysast á neyðarfund í Víkingaklúbbnum kl 14.00, því í Víkingaskákinni eru stórir hlutir að gerast. Fundurinn snérist um stórar peningaupphæðir og það var því nauðsynlegt fyrir formann Víkingakúbbsins að mæta á eigin fund. Mætti svo á æfingu kl 17.00 og var þá orðinn hundþreyttur og myglaður. Hins vegar vissi Masterinn að 190 kg myndi liggja í valnum þennan dag, sama hversu dagsformið væri lélegt. Ingvar Ringo var líka í miklu stuði og tók 220 kg á kjötinu og 240 kg skítlétt í sloppnum mínum. Við skiptum á bekkpressusloppum, því Ingvar tók minn Viking með þunna efninu númer 58, en ég fékk hans King bencher númer 56. Vonandi gagnast þessi skipti báðum. Hermann Haralds er að koma upp með bekkinn enda á leið til Amsterdam. Hann tók 200 kg á sinni fyrstu sloppaæfingu. Sir Magister Cat og Palli Patró tóku líka á því. Magsiterinn var í beygjum og Palli bætti sig í bekkpressu, þegar hann tók 120 kg létt. Nokkrir aðrir molar mættu á svæðið, m.s Hörður, Sverrir Sig, Frissi Fríski og sjálfur LARS. Það skal taka fram að tæknin er ekki með besta móti. Kann ekki að færa af videovél yfir í dikital. Því tók ég mynd af mynd, þs tók mynd af Plasmaskjánum mínum. Myndböndin eru ekki í bestu gæðum, en það ætti samt ekki að koma að sök.

Myndbönd

Ingvar tekur 220 kg á kjötinu hér:
Master tekur 190 kg með stoppi hér:
Hermann Haralds tekur 200 kg hér:
Ingvar Ringo tekur 240 kg hér: