Monday, September 28, 2009

Æfing hjá Benna Tarfi

Æfing dagsins var tekin í Super-gym. Þar voru m.a mættir nokkrir gamlir jaxlar m.a Spjóti, Jói Málari, Fjölnir, Sverrir Sig osf. Það var hrikalegur andi í gymminu og flestir áttu góðan dag, enda margir að keyra upp fyrir mót. Ég átti þokkalegan dag í beygjum og tók 220 kg í brók, sem er sennilega bæting á æfingu. Dýptin var ekki nógu góð, en þetta var fyrsta æfingin í brók og svo má ekki gleyma því að Master er gamall og gigtveikur. Tók svo 260 kg í réttstöðu sem var svo létt að ég var rekinn í 275 kg, sem fór líka upp. Fjölnir fór í 240 kg í beygjum sem var mjög gott, en vantaði aðeins upp á dýpt. Spjótinn tók svo 230 kg á kjötinu í góðri lyftu. Nokkuð góður dagur og 290 kg í réttstöðu gæti dottið inn einn daginn & eftilvill þristurinn?

Spjóti beygir hér:
Spjóti beygir 230 kg hér:
Gunz tekur sjúkrabætingu í beygjum 220 kg hér:
Gunz tekur 260 kg í réttstöðu hér:
Gunz tekur 275 kg í réttstöðu hér:
Fjölnir tekur 240 kg í beygjum hér:

Monday, September 21, 2009

Beygjur & dedd

Master tekur 200 kg í hnébeygjum hér:
Master tekur 250 kg í réttstöðulyftu hér:

Saturday, September 19, 2009

202.5 kg

Þessi nýji sloppur kostaði 26.500 kr og ég veðjaði á að hann myndi virka. Í dag var önnur sloppaæfing í þessum nýja slopp. Góð mæting var í gymmið og því kjöraðstæður til að máta sloppinn aftur. Æfingin gekk framar vonum og í dag komst ég niður með þyngdina. Tók nokkrar lyftur af búkka og endaði m.a í 180 kg af einum búkka. Nú var ekki um annað að gera en að setja alvöru þyngd á stöngina. Tók 200 kg í frekar misheppnaðir lyftu en það teygðist þó vel á sloppnum. Þyngdin fór úr ferli, en upp fór hún einhvernvegin. Ákvað að fara aftur í lyftuna, sem er jöfnun á mínum besta árangri á æfingu. Hafði tekið 200 kg á æfingu í Silfursporti í fyrra. Einnig fóru 200 kg upp á Ísl. móti WPC í mai í fyrra, en lyftan var dæmt ógild. Núna setti Masterinn all-time bætingu á stöngina og 202,5 kg þutu upp. Hitti mun betur á þetta en í lyftunni á undan. Með þessari lyftu náði ég m.a að jafan sjálfan Hörð Magnússon sem var á æfingu í gær, en hann á 202.5 kg á móti. Nú er ekkert annað að gera en að taka 210 kg á næstu þungu æfingu. Haukur Pálsson kvikmyndagerðarmaður tók upp lyftuna og vonandi fær maður að sjá hana eftir helgi. Margir öflugir menn voru í gymminu í gær, m.a Fjölnir sem hjálpaði mér í sloppinn, Silli, Baldvin bekkur, Flosi, Hermann Haralds, Bjarki læknanemi, Bjarki Geysir og sjálfur Bjarki Hriki. Bjarki Hriki tók m.a góða réttstöðulyftu, m.a 305 kg og síðan 310 kg og átti vel inni. Myndin af 305 kg er tekinn á Ericson símann minn.

Bjarki Hriki tekur 305 kg hér:
Bjarki Hriki tekur 310 kg hér:

Monday, September 14, 2009

Æfing dagsins

Gunnar Fr. tekur 230 kg x 2 hér:
Haukur Pálsson tekur 200 kg hér:
Þorbjörn læknanemi tekur 220 kg hér:
Þorbjörn tekur 240 kg hér:

Sunday, September 13, 2009

Íslandsmót WPC í bekkpressu

Skráði mig á Íslandsmóti WPC í bekkpressu sérstaklega til að prófa nýja sloppinn. Því miður þá náði ég ekki að prófa hann aftur. Gugnaði á því á síðustu stundu, enda var maður þá að falla á tíma. Stór hætta var áð að falla úr leik og lét ég mótið hafa forgang vegna þess hversu upphitun gekk illa. Fór svo í gamla rauða tvöfalda sloppinn, en hann gaf ekki neitt. Hafði ekki 177.5 kg. Lét þá hækka í 285 kg, sem ég taldi að ég gæti tekið auðveldlega í heimsmeistarasloppnum (sem Ingvar tók heimsmetið í). Það tók aðstoðamann minn Sverri Sigurðsson, einungis nokkra sekúntur að troða mig í þann slopp milli 2-3 lyftu. Tók svo 185 kg með glæsibrag eða þannig. Það er samt ljóst að þegar nýji sloppurinn fer að gefa, þá lofa ég 210 kg á æfingu í það minnsta og 200 kg á móti. Næsta mót verður hins vegar kjötmót. Þá verður maður að taka að minnsta kosti 170 kg.
Gamla kempan Magnús Ver tók 260 kg á mótinu og sigraði glæsilega yfir alla flokka. Annar var Kitzenegger með 200 kg og þriðji var Öldungardeddarinn með 185 kg.

Magnús Ver tekur 260 kg hér:

Sloppasérfræðingur

Sloppasérfræðingurinn Fjölnir mætti hins vegar á æfingu á föstudaginn. Fjölnir er í nýjum slopp eins og ég, en að tegundinni King Presser númer 54, en minn er af tegundinni, Metal King Bencher. Æfingin gekk alveg ljómandi hjá honum og hann fór m.a þvivar í 200 kg, af tveim búkkum, einum búkka og búkkalaust, en komst ekki alveg niður með það. Simamyndir hér:

2 Board hér:
1 Board hér:

http://lyftingablogg.blogspot.com/

Wednesday, September 09, 2009

Bekkpressusloppurinn

Sótti bekkpressusloppin út á flugvöll í gær á afmælisdaginn minn. Brunaði svo og sótti litla frænda og tók hann með í raunveruleikann. Sloppurinn er af tegundinni King Bencher númer 54, en gamli sloppurinn var af tegundinni Viking Bencher númer 58. Þetta var því djörf ákvörðun að veðja á svona þröngan slopp, en sá gamli þótti aðeins of víður á karlinn. Hann var líka úr þynra efni. Samt hafði Ingvar Ingvarsson sett glæsilegt heimsmet í sloppnum í Amsterdam í sumar,l þegar hann tók 260 kg. Ingvar fór svo upp með 270 kg í góðri lyftu, en fékk ógilt. Sloppurinn sá er því mjög merkilegur söfnunargripur, þótt hann sé aðeins og stór á Masterinn. Eins og búast mátti við gekk erfiðlega að klæða karlinn í sloppinn, en það tókst á endanum Komst ekki almennilega niður með viktina sem var aðeins 170 kg. Samt eru góðar líkur á að þessi sloppur eigi eftir að gefa góðar bætingar eftir nokkrar vikur. Stefnan er að prófa hann aftur á laugardaginn á Íslandsmóti WPC í bekkpressu.

Ingvar tekur 260 kg heimsmet í gamla sloppnum mínum hér:

Hnébeygja & réttstöðulyfta

Tók nokkuð fríska æfingu í hnébeygju og réttstöðulyftu. Stefnan er tekin á að taka 250 kg í hnébeygju í nóvember sem er bæting upp á 10. kíló. Í réttstöðulyftunni er markmiðið 290 kg. Þessi æfing gaf góð fyrirheit um framhaldið. Í beygjum var fyrst farið í sjúkrabætinu, þegar 180 kg voru tekið þrisvar á kjötinu. Síðan var farið i 200 kg eitt reps. Lyftan var nokkuð frísk, en Masterinn á í nokkrum erfiðleikum að komast í dýpt. Sir-Magister Cat benti svo þumalnum niður til merkis um að lyftan væri ekki nógu djúp. 200 kg lyftan var víst aðeins betri. Þetta á eftir að lagast þegar stíllinn fer að fínpússast betur. Svo var réttstöðulyftan tekin. 240 kg fór upp eins og hrat, en síða var tekið vel af búkka-deddi og endað i 200 kg x 3.

240 kg í réttstöðu hér:
180 kg x 3 í hnébeygju hér:
200 kg í hnébeygju hér:

Tuesday, September 01, 2009

Bekkur

Í dag var bekkurinn tekinn í raunveruleikanum. var gjörsamlega ósofinn og fór í hálf misheppnaða tilraun við 150 kg. Veit að 160 kg ættu að liggja fljótlega. Markmiðið er að taka í það minnsta 175 kg á kjötinu áður, en haldið skal í Víking.

150 kg lyftan hér:

Ég prófaði svo keðjubekk. Frábær æfing sem tekur á síðasta hluta lyftunnar.