Tuesday, April 26, 2011

Mánudagur

Powerhnébeygjur: 20, 40, 60, 80, 100, 120, 140, 160 x3, 180 x 2 & 200 x2
Réttstöðulyfta með böndum: 120, 140, 160, 180 & 200x3
Dedd af búkka: 120, 140 & 160 x 3

Aukaæfingar: niðurtog, hipp osf

Àtti ágætisbeygjuæfingu. Fékk enn og aftur að heyra háðsglósur ákveðinna aðila um dýptina, þs kvartbeygjur og einnig voru hnébeygjuskórnir teknir og fengu góða útúðun. Samt var þetta góð beygjuæfing. Sennilega bæting í rawbeygjum, þrátt fyrir að eiga nóg inni. Hefði getað látið reyna á þetta en tók bara tvö reps frekar öruggt.

Það er alltaf að þvælast fyrir að á síðustu þrem árum var ég rúmlega 9 mánuði frá í beygjum, tvisvar í 3. mánuði vegna hinnar dularfullu gigtar og í þrjá mánuði vegna meiðsla í læri. Hef því ekki haft neinn svaka áhuga á beygjum og háðsglósur vegna dýptar hjálpa ekki heldur til.

það er núna möguleiki að fara aðeins yfir hnébeygjustílinn og athuga með betri skóbúnað. hver veit nema maður setji stefnuna á að gera góða hluti í nóvember, þá í öllum greinum kraftlyftinga.....

Föstudagur

Power-hnébeygjur: 20,40, 60, 80, 100, 120, 140 & 160 x3
Réttstöðulyfta með böndum: 80, 120, 150, 180, 200, 220 & 240x3
Réttstöðulyfta af palli: 200 x 6
Stiff-dedd: 120 kg 5x3
aukaæfingar: good morning, hippi osf

Æfði 2 x um daginn. Tók fyrst beygjur og dedd kl 14-15 og mætti svo aftur 17-18 til að klára. Þurfti að sinna öðrum erindum, en vildi endilega komast í hippann :)

Wednesday, April 20, 2011

Miðvikudagur 20 april

Bekkpressa: 20, 40, 60, 80, 100, 110, 120 kg x5

Þröngur bekkur: 80, 90, 100, 110 kg x 5

Skábekkur: 40, 60 80 kg x 5

Hnakkapressa 50 kg x 8

plús nokkrar aukaæfingar, bysep og trysep


Var nokkuð þreyttur eftir mótið, enda tók maður þar aðeins á bekknum (185 kg). Er að reyna að komast í anda. Ætla að borða með sterkustu mönnum jarðar þegar kostur er á og drekka í mig andann. Fór í hádeginu að hitta Steve og þar var staddur sterkasti deddlyftari heims sem gaf mér m.a nokkur heilræði, hvernig ég ætti að ná 320 kg í sumar. Potturinn og Pannan er málið!

Tuesday, April 19, 2011

Mán-þri

Mánudagur: Pottadagur. Fór í heitapottinn til að jafna mig. Var pínu þreyttur, þótt maður hefði ekki tekið mikið á því í hinum greinunum. Þá var samt mótið mjög langt. Maður var orðinn orkulaus undir lokinn. Eflaust hefði verið betra að taka bara mjög létt í beygjum og bekk, þs 100 kg, 100 kg og svo 300 kg í deddi. Hefði verið örlítið meira benzín á tankinum. Núna þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur að safna liði. Fínt að fara í pottana. Sundlaugavörðurinn á 230 kg í bekk á kjötinu og gefur manni oft smá anda.

Þriðjudagur:

Róður 90, 3x8, Stiff dedd af palli: 80, 100, 120, 140 og 160 kg x 5, heigh-baar beygjur 110 kg x 6, plús nokkar aukaæfingar.

Þetta var létt morgunæfing í WC. Brúnó var í hlaupavélinni og hélt að ég hefði deddað 320 kg á mótinu. Gott að einhver hefjur trú á manni. Ég sagðist ætla að stefna á það amk

Næstu æfingar: Bekkur á miðvikudaginn & powerbeygjur og dedd á föstudaginn...


Gunzon heldur hér á 300 kg á Íslandsmóti Metal 16. apríl. (mynd: Sunna Hlín)





Monday, April 18, 2011

Var 300 kg lyftan ógild?

Ég er búinn að horfa á myndbandið með 300 kg aftur og aftur og kemst alltaf að sömu niðurstöðu. Tel að lyftan hafi verið gild og hrein. Það er auðvitað ferlega fúlt að fá þetta ekki í gegn svona á síðustu metrunum

1. Skýt ég löppunum undir stöngina?
2. Næ ég að rétta almennilega úr mér með axlir aftur?
3. Eins og sjá má á myndbandinu lætur aðaldómari mig halda á stöngina í 15-20 sekúntur áður en hann biður mig um að setja stöngina niður. Hann telur því að ég hafi ekki náð að rétta nægilega úr mér.

Hér eru reglur IPF og WPF um ógildingu réttstöðulyftu. Reglur WPF (METAL) eru næstum þær sömu og reglur IPF, en reglur IPF hafa verið þýddar í íslensku.

Reglur IPF Atriði, sem gera réttstöðulyftu ógilda

1. Stöng sígur niður einhvers staðar á leiðinni upp í lokastöðu.
2. Ekki er rétt nægilega úr líkamanum með axlir aftur.
3. Ekki er rétt úr hnjám og þau læst í lok lyftu.
4. Ef lærum er rennt undir stöngina til stuðnings. Ef stöngin snertir lærin á uppleið, en hvílir ekki á þeim skal ekki dæma lyftu ógilda. Keppendi skal njóta vafa í þessu tilfelli.
5. Ef stigið er aftur á bak eða áfram eða til hliðar. Heimilt er að rugga frá tábergi til hæls. Fótahreyfing eftir að merkið "niður" hefur verið gefið ógildir ekki lyftuna.
6. Keppandi lækkar stöngina áður en aðaldómari gefur merki.
7. Keppandi lætur stöngina á pallinn án þess að hafa stjórn á henni með báðum höndum þ.e. sleppir stönginni beint úr lófum.
8. Ef keppanda mistekst eitthvað annað það í framkvæmd lyftunnar, sem fellur undir keppnisreglur

Reglur WPF 5.3.1 Causes for Disqualification of a Deadlift

a) Any downward motion of the bar before it reaches the final position.
b) Failure to stand erect.
c) Failure to lock the knees and hips straight at the completion of the lift.
d) Supporting the bar on the thighs during the performance of the lift. ‘Supporting’ is defined as a body position adopted by the lifter that could not be maintained without the counter-balance of the weight being lifted.
e) Movement of the feet laterally, backward or forward during execution of the lift.
f) Lowering the bar before receiving the head referee’s signal.
g) Dumping or allowing the bar to return to the platform without maintaining control with both hands.

Saturday, April 16, 2011

Íslandsmeistaramót Metal

Íslandsmeistaramót Metal 16. april var sennilega sterkasta kraftlyftingamót allra tíma á Íslandi hingað til. Flottar tölur sáust á mótinu, sem seint munu gleymast.

Ég lét til leiðast og skráði mig á mótið, þótt formið væri ekki orðið nógu gott (í bekk og beygjum). Fannst í raun engin tilgangur að vera með þar sem ekki var tryggt að 300 kg færu upp í deddinu. Var m.a byrjaður í mishepnaðri megrun, sem átti að tryggja mér í 100 kg flokk, en komst aldrei niður fyrir 105 kg. Þessi misheppnaða megrun setti eflaust stór strik í reikninginn, en þyngdin sem ég ætlaði að taka í 100kg flokki var 293 kg. Þess ber að geta að Jòn Bóndi Gunnarsson létti sig um jafn mörg kg og og karlinn ætlaði að gera, en Bóndinn fór úr 97 kg niður í 90 kg flokk! ég vigtaðist svo 109 kg á mótsdag eftir misheppnaða tilraun til að þyngja mig aftur upp nú í 125 kg!!! Þar ætlaði ég að keppa við Bjarkana og stríða þeim aðeins. Reyna jafnvel að slá Íslandsmetið í bekknum í þrautinni. Það verður að bíða betri tíma :)

Hnébeygjur: Byrjaði að taka 200 kg í opnun. Meldaði svo 225 kg, en þegar félaginn sem ætlaði að vefja mig mætti ekki á svæðið fór karlinn í létta fílu og hætti við að lyfta. Fékk einnig smá tak í bakið og vildi ekki hætta á neitt. Var búinn að ákveða að fara í 250 kg ef 225 kg hefðu farið örugglega upp. Því miður reyndi ekki á þessar hugmyndir.

Bekkpressa: Fór í slopp númer 49 og var opnaði með 170 kg nokkuð öruggt. Það sama átti við um bekk og beygjur að ég hafði ekki tryggt mér aðstðarmann og sloppurinn "sat" ekki nógu vel. Tók 185 kg í annari og fannst nóg komið og sleppti þriðju tilraun. Góðu fréttirnar eru enn þær að bólgur í öxlum virðast vera á undanhaldi. Draumar um bætingar á bekk eru því ekki úr sögunni :)

Réttstöðulyfta: Var að fíla mig illa í upphitun. Tók m.a 200, 220 240 og beið svo og lengi og fór því í eina miliþyngd 230 kg til að halda mér heitum. 260 kg var svo tekin vel létt í fyrstu tilraun. Ákvað að fara beint í 300 kg í annari, enda var ég bara að keppa við sjálfan mig. Þyngdin fór upp, en því miður skaut ég löppunum ofurlétt undir stöngina og fékk þrjú rautt hjá grimmum dómurum mótsins. Náði ekki alveg að rétta úr mér að því er sagt var. Þriðja tilraun við þyngdina heppnaðist því miður ekki.

Vissulega pirrandi að klára ekki 300 múrinn. Þetta hangir því enn yfir karlinum eins og icesave málið. Það sem mestu skipti þó var að Steve var sáttur. Hann og Skemmujarlinn gáfu mér hvítt ljós. Veit ekki hvað ég tók í samanlögðu og langar ekki að vita það. Lenti i 2. sæti í flokknum, en sigurvegari var hinn bráðefnilegi Þröstur Ólafsson.

Að lokum: Fín æfing samt

Nokkur myndbönd:

1.Gunz með 260 kg hér:
2.Gunz með 300 kg hér:
3.Gunz með þriðju tilraun hér:
4. Fossdal 335 kg hér:
5.Bjarki Geysir 315 kg hér:
6. Fossdal 2 tilraun hér:
7.Páll Loga 380 kg hér:
8.Bjarki hriki 320 kg hér:
9.Þröstur 320 kg hér:

Friday, April 15, 2011

mánudagur

Tók létt á öllum greinum, létta beygjur 90 kg, bekkur 100 kg og dedd 100 kg x 3

Tók svo léttar aukaæfingar. Mætti svo á miðvikudag í WC til að hreyfa mig aðeins, setti þó stöngina upp í 80 kg í bekknum og smá hreyfing með.

Laugardagurinn verður svo kannað sig á Íslandsmóti Metal í kraftlyftingum. Er ekki mjög bjartsýnn. Byrjunartölur verða: Hnébeygjur 200 kg , Bekkpressa 170 kg og réttstöðulyfta 260 kg.

Lét til leiðast og varð með. Deddið ætti að vera í toppi, en bekkurinn og beygjur eru ekki orðið nógu góðar. Þó er bjart framundan í bekknum ef að guð lofar. Sama á við um beygjur ef maður æfir betri stíl fram á sumar.

föstudagur

róður 80 kg x 8, dedd 170 kg x 3, beygjur 100 kg 8x3, léttar aukafingar.

Tók létta æfingu í WC. Einn sem var að lyfta í powerhorninu var uppnuminn. Vá, 170 kg. Ég sagði honum að ég væri að spara mig. Ætlaði að toppa eftir viku :)

Wednesday, April 06, 2011

Miðvikudagur

Bekkpressa í bol: 145x3 (þrír búkkar), 155x3 tveir búkkar, 165 kg (einn búkki), 175 kgx1, 185 kg (náði ekki að klára) þröngur bekkur: 80, 90, 100 kg x 8 axlir dumbell, trysep og bysep

Hefði auðvitað viljað pressa meira, en tæknin er afleit, sloppurinn víður og styrkurinn ekki nógu góður. Góður fréttirnar eru hins vegar þær að ég þoli að fara í svona þyngdir. Það eru ekki nema 3. vikur síðan 110 kg voru mikil kvöl. Fór síðastu viku í 130 kg x 3 raw, þannig að þetta er mikið stökk.

Simamyndbönd:

Catzilla með 150 kg í bekk hér:
Catzilla með 145 kg í bekk hér:
Haukur Þvottur beygjir 165 kg hér:

Bekkpressu-myndbönd

Gunz reynir við 185 kg hér:
Gunz með 175 kg hér:
Villi Stef með 160 kg á kjötinu hér:
Gunz með 130 x 3 á kjötu hér:

Monday, April 04, 2011

Mánudagur

Hnébeygjur í brók: 60, 80, 100, 120, 150, 170, 190, 210, 220x1 Tók ekki meira þennan daginn, en tek í staðin aukaæfingarnar á morgun, (hippi, tog, stiff eða good morning)

Fín æfing þót stutt væri......klárði æfinguna morguninn eftir Þriðjudagsmorgun í WC: tog 90 kg x 5, stiff-dedd 160kg x 3, good morning 80x8, róður, fótréttur, fótacurl, magi....

Myndbönd síðustu daga ættu að detta inn á morgun. Er enn að læra á nýju vélina en fyrstu myndir hér:

Gunnar Fr. 190 kg hnébeygja hér:
Gunnar Fr. 210 kg hnébeygja hér
Gunnar Fr. 220 kg beygja hér: (Dálítið fyndið. Kunni ekki að slökva á nýju vélinni, þess vegna er myndbandið 14 min!!)

Eldri myndbönd

Master dedd af palli hér:
Guðni Guðnason (Sigurjónsson) dedd af palli hér:
Freddi fighter að beygja hér
Baldvin Bekkur að bekkjast (spennitreyju) hér:
Master 260x2 í deddi hér:
Master 265x3 í deddi (sama æfing) hér:
Hilmar Skúlason bæting í Raw beygjum 220 kg hér:
Ardee Medina bæting í beygjum hér
Catzilla beygir hér
Catzilla beygir hér:
Master 180 kg x 3 í Raw beygjum hér
Catzilla beygir hér
Master 200 kg x 1 í Raw beygjum hér:
Master 275 kg x 3 í deddi hér:
Catzilla 245 kg af palli hér:
Catzilla 250 kg af palli (sama æfing) hér:

Sunday, April 03, 2011

Föstudagur

Hnébeygjur, heigh bar: 100 kg 3x8, tog: 90 kgx5, stiff ded 80, 100, 120, 140, 150x5, good morning: 90x5, trappatog og magi osf.

Létt æfing á föstudegi. Reikna með að taka hnébeygjur í brók á mánudaginn og vefja "vel" (Vona að Flosi geti vafið). 220 kg lágmark. Dedda svo eftir fíling, en þó ekkert svakalega þungt, því ég keppi kannski...

Er hættur í megruninni, því eftir að hafa pælt í þessu í meira en mánuð og talið mig vera í aðhaldi, viktast ég í morgun(sun) 109.9 !!?. Frúin gaf mér vöflur með rjóma og sultu í gær, en hafði verið á fullu í "megrun" í síðustu viku :)

M2-Heimsmetin í 100 kg flokki hjá WPF verða því að bíða betri tíma (sumars eða haust), en í staðinn verð ég í 125 kg flokki og jafnvel 140 kg flokki (126 kg í viktun). Set bara heimsmet þar í staðin, Já, sælllllll