Saturday, April 16, 2011

Íslandsmeistaramót Metal

Íslandsmeistaramót Metal 16. april var sennilega sterkasta kraftlyftingamót allra tíma á Íslandi hingað til. Flottar tölur sáust á mótinu, sem seint munu gleymast.

Ég lét til leiðast og skráði mig á mótið, þótt formið væri ekki orðið nógu gott (í bekk og beygjum). Fannst í raun engin tilgangur að vera með þar sem ekki var tryggt að 300 kg færu upp í deddinu. Var m.a byrjaður í mishepnaðri megrun, sem átti að tryggja mér í 100 kg flokk, en komst aldrei niður fyrir 105 kg. Þessi misheppnaða megrun setti eflaust stór strik í reikninginn, en þyngdin sem ég ætlaði að taka í 100kg flokki var 293 kg. Þess ber að geta að Jòn Bóndi Gunnarsson létti sig um jafn mörg kg og og karlinn ætlaði að gera, en Bóndinn fór úr 97 kg niður í 90 kg flokk! ég vigtaðist svo 109 kg á mótsdag eftir misheppnaða tilraun til að þyngja mig aftur upp nú í 125 kg!!! Þar ætlaði ég að keppa við Bjarkana og stríða þeim aðeins. Reyna jafnvel að slá Íslandsmetið í bekknum í þrautinni. Það verður að bíða betri tíma :)

Hnébeygjur: Byrjaði að taka 200 kg í opnun. Meldaði svo 225 kg, en þegar félaginn sem ætlaði að vefja mig mætti ekki á svæðið fór karlinn í létta fílu og hætti við að lyfta. Fékk einnig smá tak í bakið og vildi ekki hætta á neitt. Var búinn að ákveða að fara í 250 kg ef 225 kg hefðu farið örugglega upp. Því miður reyndi ekki á þessar hugmyndir.

Bekkpressa: Fór í slopp númer 49 og var opnaði með 170 kg nokkuð öruggt. Það sama átti við um bekk og beygjur að ég hafði ekki tryggt mér aðstðarmann og sloppurinn "sat" ekki nógu vel. Tók 185 kg í annari og fannst nóg komið og sleppti þriðju tilraun. Góðu fréttirnar eru enn þær að bólgur í öxlum virðast vera á undanhaldi. Draumar um bætingar á bekk eru því ekki úr sögunni :)

Réttstöðulyfta: Var að fíla mig illa í upphitun. Tók m.a 200, 220 240 og beið svo og lengi og fór því í eina miliþyngd 230 kg til að halda mér heitum. 260 kg var svo tekin vel létt í fyrstu tilraun. Ákvað að fara beint í 300 kg í annari, enda var ég bara að keppa við sjálfan mig. Þyngdin fór upp, en því miður skaut ég löppunum ofurlétt undir stöngina og fékk þrjú rautt hjá grimmum dómurum mótsins. Náði ekki alveg að rétta úr mér að því er sagt var. Þriðja tilraun við þyngdina heppnaðist því miður ekki.

Vissulega pirrandi að klára ekki 300 múrinn. Þetta hangir því enn yfir karlinum eins og icesave málið. Það sem mestu skipti þó var að Steve var sáttur. Hann og Skemmujarlinn gáfu mér hvítt ljós. Veit ekki hvað ég tók í samanlögðu og langar ekki að vita það. Lenti i 2. sæti í flokknum, en sigurvegari var hinn bráðefnilegi Þröstur Ólafsson.

Að lokum: Fín æfing samt

Nokkur myndbönd:

1.Gunz með 260 kg hér:
2.Gunz með 300 kg hér:
3.Gunz með þriðju tilraun hér:
4. Fossdal 335 kg hér:
5.Bjarki Geysir 315 kg hér:
6. Fossdal 2 tilraun hér:
7.Páll Loga 380 kg hér:
8.Bjarki hriki 320 kg hér:
9.Þröstur 320 kg hér:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home