Sunday, March 27, 2011

Vikan

Mán: léttar beygjur 100 kg 3x8 , tog 110 kg x 3, stiff dedd 170 kg x 3 og aukaæfingar
mið: bekkur 120 x 3, skákbekkur 80 kg x 8 og hrikalegar aukaæfingar
fös: léttar beygjur , stiffdedd og aukæfingar

Annars byrjaði vikan með látum. Tilkynnt var um stofnun nýs sambands: Power Global Iceland (GPC Iceland), þar sem Gunnar Fr. var gerður að formanni. Kári ritari og Flosi og Haukur Þvottur í öðrum embættum. Við höfðum verið að ræða um það síðan síðasta haust að það væri gaman að keppa hjá GPC sambandinu. Eftir að hafa sett okkur í samband við Brodie og félaga var talið nauðsynlegt að stofna samband til að við gætum orðið gjaldgengir, keppt og sett met. Nú gefst okkur því tækifæri á meiri fjölbreytileika. Næstu mót GPC verða í júni í Ungverjalandi og nóvember í Írlandi. Tilkynning um hið nýja samband olli smá ólgu hjá félögum okkar í hinum samböndunum, en þar sem ég er ekki í stjórn neins kraftlyftingafélags þá fór sú umræða að mestu fram hjá mér. Er þó sjálfsögðu áfram í Metal stærsta kraftlyftingafélagi Íslands og mun vonandi líka keppa hjá Raw og WPC. Hjá Metal er ég titlaður alþjóðadómari, auk þess sem ég hef áhuga á að keppa sem lengst hjá WPF sambandinu.
Frétt um hið nýja samband má nálgast hér:

Á mánudaginn var tekin létt æfing í Stevegym. Fór í 110 kg í heigh-bar beygju og tók nokkrar góðar aukaæfingar m.a stiff og good morning. Á miðvikudaginn (WC-morgunæfing) tók ég sjúkrabætingu í bekk, 120 kg x 3 og átti nóg að afl inni. Fann lítið til og tók svo vel af pumpi og aukaæfingum. Á föstudagurinn var svo teknar laufléttar beygjur og stiff, en ég ákvað að færa þungu æfinguna til mánudags, enda tók ég þungt á föstudaginn síðasta.

REIKNA MEÐ AÐ TAKA GÓÐA BÆTINGU Á MÁNUDAGINN EF ALLT ER MEÐ FELLDU :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home