Monday, February 14, 2011

æfingar jan-mars II

Âfram hélt Master að dedda á föstudögum. Föstudaginn 4. feb var tekin létt æfing enda þyngdirnar að aukast. Viku seinna föstudaginn 11. feb fór ég svo að dedda beint af gólfi til að kanna mig. 240 x 3 var tekið með stæl, RAW en með powerbelti. Smá vesen með greip, en að öðru leiti er þetta allt á áætlun. Svo var farið að dedda af búkka með Catsilla og Steve rak karlinn í 220 kg x 3 af búkka í lokinn. Bara nokkuð góð æfing. Næsta laugardag verður "hugsanlega" keppt hjá WPC til að kanna styrkinn. Ekki öruggt, en þá mun ég taka þetta sem æfingu og væntanlega taka 280 kg í búning/græjum.

Smá breyting á prógrammi. Meðan "öxlin" er að verða betri mun ég bara taka eina bekk æfingu (efri-part) á viku. Hnébeygjur og aukaæfingar fyrir dedd færast yfir á mánudaga. Léttur bekkur verður svo tekin á laugardögum þegar ég verð betri, en núna er eingöngu "fókuserað" á deddið.
Nû er æft þrisvar í viku:


Mán: Hnébeygjur raw, létt 6-8 reps, róður, styff dedd, niðurtog, trappi, osf (létt)-WC
Mið: Brjóst, axlir, handleggir (létt& þungt)-WC
fös: Hnébeygjur, tog, dedd af búkka, keðjudedd, hippi, osf-Stevegym


föstudagur 25. feb. NÆSTA ÞÚNGA DEDD-æfing!
laugardagur 19. feb. Íslandsmót WPC í DEDDI !!!!!
föstudagur 11 feb, dedd af GÓLFI, raw 240 x 3, keðjudedd og hippi osf
föstudagur 04 feb, dedd af palli, raw 200 x 3, keðjudedd og hippi
föstudagur 27 jan, dedd af palli, raw 220 x 3, keðjudedd og hippi osf
föstudagur 20 jan, dedd af palli, raw 210 x 3, keðjudedd og hippi
föstudagur 13 jan, dedd af palli, raw 200 x 3, keðjudedd og hippi

5 Comments:

Blogger Fjölnir said...

Þetta kemur allt. Ef þú tekur beygjuna af krafti spái ég þér 270kg beygju og 320kg deddi í haust.

1:46 PM  
Blogger Gunz said...

já..kannski. Verð ekki sáttur að hætta með engar beygjur..látum okkur sjá, ef gigtin helst í skefjum og meiðsli setja ekki strik þá:
(270-80)-(200-230)-(300-230)=800-830 kg
...Það er helst að maður sé vonlítill með bekkinn. Í fyrra var hugurinn þar í hæðstu hæðum..
VERÐ að huga að beygjunum..Ekki að gefast upp :)

10:53 PM  
Blogger Gunz said...

Ég ákvað einhvertíman um daginn að powerkeppnin í Vegas hefði verið mitt síðasta powermot. Nâði þar í gull og vann tvo heimsþekkta lyftara, Annar (Smiley datt út keppni) en Hollendingurinn þungdi sig.

Ætlaði bara að keppa í single-lift það sem eftir er, en kannski ég endurskoði það

1. Þá getur maður sett met líka í bekk og deddi í powerkeppni

2. Hnébeygjurnar (þs heigh-bar) ganga það vel núna að ég tel mikla möguleika á að ég geti bætt mig um 20-50 kg í power-beygjum. Ætla að gefa þessu séns :)

7:33 AM  
Blogger Fjölnir said...

Eins og ég segi, þetta kemur allt. Ég býst við að þú takir 240-260 í beygju á Íslandsmótinu í apríl í hnébeygju og deddir eftir því.
Bekkurinn má bíða betri tíma, en þú raðar í ágætt total með 180-200 þar.

3:09 PM  
Blogger Gunz said...

Bezt að taka einn dag í einu, en ég sé það fyrir mér að eiga "comeback" í powerið á Írlandi. Keppa þá í power í M2 flokknum. Vonandi verður þá bekkurinn kominn í lag...annars verður bara deddað :)

4:33 AM  

Post a Comment

<< Home