Monday, April 18, 2011

Var 300 kg lyftan ógild?

Ég er búinn að horfa á myndbandið með 300 kg aftur og aftur og kemst alltaf að sömu niðurstöðu. Tel að lyftan hafi verið gild og hrein. Það er auðvitað ferlega fúlt að fá þetta ekki í gegn svona á síðustu metrunum

1. Skýt ég löppunum undir stöngina?
2. Næ ég að rétta almennilega úr mér með axlir aftur?
3. Eins og sjá má á myndbandinu lætur aðaldómari mig halda á stöngina í 15-20 sekúntur áður en hann biður mig um að setja stöngina niður. Hann telur því að ég hafi ekki náð að rétta nægilega úr mér.

Hér eru reglur IPF og WPF um ógildingu réttstöðulyftu. Reglur WPF (METAL) eru næstum þær sömu og reglur IPF, en reglur IPF hafa verið þýddar í íslensku.

Reglur IPF Atriði, sem gera réttstöðulyftu ógilda

1. Stöng sígur niður einhvers staðar á leiðinni upp í lokastöðu.
2. Ekki er rétt nægilega úr líkamanum með axlir aftur.
3. Ekki er rétt úr hnjám og þau læst í lok lyftu.
4. Ef lærum er rennt undir stöngina til stuðnings. Ef stöngin snertir lærin á uppleið, en hvílir ekki á þeim skal ekki dæma lyftu ógilda. Keppendi skal njóta vafa í þessu tilfelli.
5. Ef stigið er aftur á bak eða áfram eða til hliðar. Heimilt er að rugga frá tábergi til hæls. Fótahreyfing eftir að merkið "niður" hefur verið gefið ógildir ekki lyftuna.
6. Keppandi lækkar stöngina áður en aðaldómari gefur merki.
7. Keppandi lætur stöngina á pallinn án þess að hafa stjórn á henni með báðum höndum þ.e. sleppir stönginni beint úr lófum.
8. Ef keppanda mistekst eitthvað annað það í framkvæmd lyftunnar, sem fellur undir keppnisreglur

Reglur WPF 5.3.1 Causes for Disqualification of a Deadlift

a) Any downward motion of the bar before it reaches the final position.
b) Failure to stand erect.
c) Failure to lock the knees and hips straight at the completion of the lift.
d) Supporting the bar on the thighs during the performance of the lift. ‘Supporting’ is defined as a body position adopted by the lifter that could not be maintained without the counter-balance of the weight being lifted.
e) Movement of the feet laterally, backward or forward during execution of the lift.
f) Lowering the bar before receiving the head referee’s signal.
g) Dumping or allowing the bar to return to the platform without maintaining control with both hands.

4 Comments:

Blogger Fjölnir said...

Þú rennir lærunum þarna undir, það er klárt.
Hefðir fengið gilt aflraunadedd.

Þú tekur þetta í Írlandi og lyftir þar bara eins þungur og þú verður. Æfir bara vel og massar þig upp. 300kg múrinn skiptir miklu máli en einhver heimsmet í hinum eða þessum masters þyngdarflokki.

5:52 AM  
Blogger Fjölnir said...

*300kg múrinn skiptir miklu MEIRA máli...

5:52 AM  
Blogger Gunz said...

Reyni að taka eitthvað heimsmet á árinu :)

8:48 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það er nú samt matsatrið dómara hvað er að renna lærum undir til stuðnings í deddinu?..hvenær er það of mikið?..þetta er ein af þessum slæmu reglum í sportinu til að hamla tæknilegri útfærslu en t.d. í lyftingum renna menn lkærum undir stöngina til að ná meiri sprengju..

Masterinn á samúð mína en sem betur fer er svo stutt þannig í EM að það á ekki vra nokkur vafi á því að klára þristinn í 2.tilraun og svo reyna við 310 á eftir..

kv. Catzilla

10:09 AM  

Post a Comment

<< Home