Tuesday, April 19, 2011

Mán-þri

Mánudagur: Pottadagur. Fór í heitapottinn til að jafna mig. Var pínu þreyttur, þótt maður hefði ekki tekið mikið á því í hinum greinunum. Þá var samt mótið mjög langt. Maður var orðinn orkulaus undir lokinn. Eflaust hefði verið betra að taka bara mjög létt í beygjum og bekk, þs 100 kg, 100 kg og svo 300 kg í deddi. Hefði verið örlítið meira benzín á tankinum. Núna þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur að safna liði. Fínt að fara í pottana. Sundlaugavörðurinn á 230 kg í bekk á kjötinu og gefur manni oft smá anda.

Þriðjudagur:

Róður 90, 3x8, Stiff dedd af palli: 80, 100, 120, 140 og 160 kg x 5, heigh-baar beygjur 110 kg x 6, plús nokkar aukaæfingar.

Þetta var létt morgunæfing í WC. Brúnó var í hlaupavélinni og hélt að ég hefði deddað 320 kg á mótinu. Gott að einhver hefjur trú á manni. Ég sagðist ætla að stefna á það amk

Næstu æfingar: Bekkur á miðvikudaginn & powerbeygjur og dedd á föstudaginn...


Gunzon heldur hér á 300 kg á Íslandsmóti Metal 16. apríl. (mynd: Sunna Hlín)





0 Comments:

Post a Comment

<< Home