Thursday, March 15, 2007

Botninum náð III

Hvernig í ósköpunum fóru Barcelóna að tapa fyrir miðlungsliði Liverpool í vikunni. Ég er búinn að vera gjörsamlega í rusli. Í fyrsta lagi spilaði Eto eins og maður sem hefði ekki komið við bolta í mörg ár. Ég hefði haldið bolta betur en sá draugur. Aðrir í liðinu voru vara eins og skugginn af sjálfum sér a.b Ronaldinho. Svo er eithvað mikið að gerast í með liðsandann í liðinu. Eiður Smári hefur bent réttilega á hvað er í ólagi hjá þessu liði, enda eru leikmenn ekki að spila fyrir hvern annan. Vonandi fær léttfeiti (Eiður) tækifæri til að spila gegn Real Madrid (El Clasico) um helgina. Maður hefur á tilfinningunni að Eiður sé ekki að falla nógu vel inní hópinn. Þetta eru allt latínó-gæjar ættaðir frá Suður-ameríku, Spáni og Portugal, en Eiður sker sig úr í hópnum. Spái að hann fari yfir til West Ham þegar þeir komu aftur upp í úrvalsdeild á næsta ári! Barca er svo sannarlega búin að að ná botninum í vetur. Núna liggur vegurinn bara uppávið. Við tökum spænsku deildina og konungsbikarinn í staðin. Áfram Barca.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home