Friday, February 16, 2007

Æfingablogg

Ég tók þátt í Íslandsmótinu í bekkpressu í dag. Árangurinn varð kannski ekki svo slæmur eftir allt saman, því ég hafði gengið með þær ranghugmyndir í maganum að ég myndi bæta mig í dag. En raunin varð allt önnur. Það er bara rúmlega mánuður síðan ég kom heim úr þriggja mánaða dvöl í Thailandi, þar sem ég gat mest lyft 80 kg í bekk. En æfingarnar hérna heima gengu samt sæmilega og ég hef verið að æfa í gym80 og íþróttahúsi fatlaðra. Svo tók ég eina góða æfingu í Silfursporti. Það sem hefur verið að há mér er hversu mikill einstæðingur ég er orðinn í sportinu. Flestir gömlu æfingafélagar mínir eru hættir, í pásu, eða að æfa á skrítnum stöðum. Ég fékk góða hvatningu í Hátúni og hjálp við að klæða mig í bekkpressuslopp. Ég náði tveim æfingum í slopp, fyrst í hólkvíðum slopp, en seinni æfingin var í frekar víðum slopp, sem Birgir Viðarsson var svo góður að lána mér. Svo gerði ég arfaviltlausan hlut, þegar ég ákavað að þynga mig um 3, 5 kg til að ná að komast upp í 125 kg flokkinn, þar sem ég taldi mig eiga séns á gulli. Þetta var í raun skelfileg lífsreynsla að þyngja mig svona og hefur eflaust tekið úr mér 5-10 kg á mótinu sjálfu. Svo var sloppurinn auðvitað alltof víður, þannig að ég ætti ekki að vera að svekkja mig á þessu mikið í kvöld. Maður er hvort eð er staðnaður í þessu sporti, en ég náði þó silfrinu í mínum flokk, en Sturla suðurnesjamaður sigraði glæsilega í flokknum, en hann hefur bætt sig vel á undanförnum árum. Þriðji var svo tröllið Bjarki bysep sem keppti í handónýtum slopp frá síðustu öld.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home