Sunday, January 28, 2007

Þreyta

Núna er maður víst orðinn barnapía, þegar maður er ekki að vinna. Þz eftir næturvaktir tekur ég við að passa Tigerinn til kl 4.30 á daginn. En sem betur fer er þetta prógram ekki alltaf svona stíft. En samt þetta það besta í stöðunni og vaktarvinna á nóttinni hentar vel þessa dagana.

Maður er rétt að ranka við sér eftir jólin. Þau voru fín að vanda, en núna tekur leiðindartímabil við þangað til sól fer aftur að hækka á lofti. Hvernig væri bara að bregða sér út fyrir landsteinana aftur. Ég sá í Ísland í bítið að það var verið að auglýsa eftir nokkrum sem vildu komast ókeypis til Cúbu og þeir ættu að rökstyðja hvers vegna þeir ættu að verða fyrir valinu. Ég átti ekki erfitt með það því ég hef verið með Cúbu á heilanum í áratug. Ef við verðum heppin þá vinnum við öll ferð til Varadero á Cúbu. Hasta la victoria siempre.

Svo er að finna stærra og betra húsnæði, það gæti verið dálítið strembið. Allskonar pappírsvinna er framundan áður en það verður ljóst hvort það verði raunhæft að stækka við sig strax. Er maður kannski að sigla inn í maníu og dómgreindarleysi. Var að festa kaup á þessu fína einbýlishúsi út í Thai og veð svo áfram hérna á klakanum. Það ætti kannski að loka mann inni svei mér þá.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home