Wednesday, December 20, 2006

Heilsuleikur

Það er auðvitað þreytandi að hanga svona lengi í sveitinni. Því miður eru aðstæðu ekki alltaf eins og maður óskar sér, en þá hefur maður auðvitað þetta val að fara á hótel. Svo hefði maður auðvitað aldrei farið að vera í svona langan tíma nema útaf af herra Tiger. Annars væri ég að að útskifast núna sem Læknaliði (eða hvað heitir þetta bévítans nám annars, aðstoðarhjúkka). Svo er ég núna þeirra gæfu aðnjótandi að ég er hættur að drekka áfengi. Það væri auðvitað gott að geta sturtað í sig Viskey og farið svo að spjalla við fólkið hérna, en ég hef svona frekar reynt að halda mig til hlés. Semsagt fyrir löngu búinn að skrúfa tappann á flöskuna og því hef ég ekki farið í eitthvað rugl í tilbreytingarleysinu hér. Svo hefur maður reynt að halda rútínu og skroppið í "æfingar" þrisvar í viku, en hina dagana hef ég tekið létta spretti. Ég er nefnilega í heilsuleik í vinnunni. Verð að standa mig vel með mínu liði, þótt ég sé í milljón kílómetra í burtu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home