Hver á..
Ég er get ekki sofnað í kvöld og er andvaka. Það er auðvitað út af þessu með hundinn. Það er ekki bara það að hann hafi hlaupið fyrir bíl, því svoleiðis lagað er daglegt brauð hérna, heldur finnst mér að ég beri töluverða ábyrgð. Þetta var reyndar ekki í fyrsta skipti eða annað skiptið sem hann elti okkur niðrá veg um 100 metra spotta. En samt átti maður að sjá að hundurinn höndlaði ekki að vera þar sem umferð var. Ef hann sá annan hund tók hann á spanið. Þetta var í raun bara rússnesk rúlleta, en þar sem þetta er ekki hraðbraut heldur sveitavegur, þá vorum við kærulausari. Annars fer maður vanalega að sofa snemma hérna og vakna snemma. Hér er fólk nefnilega komið á fætur fyrir allan aldur og þeir sem eru ekki í fastri vinnu kíkja þá bara í heimsókn. Já, heimsókn kl 7-8 á morgnana er mjög algengt hérna. Ég sæi það gerast Íslandi. Þetta fór dálítið í taugarnar á mér, sérstaklega þar sem maður var ekki í prívathúsnæði og þurfti alltaf að vakna við heimsóknir eldsnemma alla daga. En skiljanlega er þetta besti tíminn, því þá er loftið svo gott og rosalega þægilegt hitastig. Þetta hefur orðið til þess að undantekningalaust er maður sofnaður "snemma", Þs ekki seinna en klukkan tvö að nóttu. Það hefur m.a orðið t.d þess að ég hef misst að öllum fótboltaleikjum sem hafa verið sýndir í sjónvarpinu mínu. Á þessum kapalstöpvum hef ég náð enska og spænska boltanum, en vegna tímamismunar hefur hann verið frá miðnætti og alveg til fjögur á nóttinni. Hef td ekki náð að horfa á heilan leik með Eiði Smára, en sé svo daginn eftir að hann hafi skorað eitt til tvö mörk. En hvernig hefur hann annars staðið sig? Annars er núna komin tími á skoðunarkönnun. Ég held að það sé ekki hægt að setja inn svona könnun í blogspot, því ég hef ekki séð það. En ef svo væri myndi ég byrja á þessari.
Hvar á ég að æfa (líkamsrækt, lyftingar) eftir að ég kem heim?
A. Í gym80. (Þar eru félagarnir m.a Sverrir og co. Þangað ætlaði ég)
B. Hjá Bóndanum. (Bóndinn opnar í Hátúni, besta staðsetningin)
C. Hjá fötluðum. (Loggurinn er fínn og ég á vel heima þarna)
D. Orkuverið (þar er mesti andinn. Gaman að æfa með Spjóta og co)
E. Í Laugardal (Einhverstaðar eru ólympískar lyftingar, best að loka hringnum)
F. Í World Class (Það eru alveg hægt að æfa í Laugum og hætta þessum fordómum)
G Karatefélagi Reykjavíkur (maður er orðinn gamall, gott að breyta til)
H. HÆTTA ALVEG. (Þetta er orðið gott, nú á maður að snúa sér að golfi)
E. Einhver annar staður.
Hvar á ég að æfa (líkamsrækt, lyftingar) eftir að ég kem heim?
A. Í gym80. (Þar eru félagarnir m.a Sverrir og co. Þangað ætlaði ég)
B. Hjá Bóndanum. (Bóndinn opnar í Hátúni, besta staðsetningin)
C. Hjá fötluðum. (Loggurinn er fínn og ég á vel heima þarna)
D. Orkuverið (þar er mesti andinn. Gaman að æfa með Spjóta og co)
E. Í Laugardal (Einhverstaðar eru ólympískar lyftingar, best að loka hringnum)
F. Í World Class (Það eru alveg hægt að æfa í Laugum og hætta þessum fordómum)
G Karatefélagi Reykjavíkur (maður er orðinn gamall, gott að breyta til)
H. HÆTTA ALVEG. (Þetta er orðið gott, nú á maður að snúa sér að golfi)
E. Einhver annar staður.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home