Ertu rasisti, kjósum "Frálslynda"
1) ...Þú tekur það nærri þér að strætóbílstjórinn sem keyrir þig sé grautfúlt pólskt sauðnaut en ekki grautfúlt íslenskt sauðnaut eins og þú átt að venjast.
2) ...Þú röflar, með fullan gúlann af Dominos pizzu, um að útlendingar eigi að aðlagast íslenskri menningu eða drulla sér heim milli þess sem þú rotnar að innan fyrir framan nýjasta ameríska raunveruleikaþáttinn í sjónvarpinu.
3) ...Þú finnur hjá þér þörf til að tjá þig á internetinu um að "Údlendingar eygi að læra ísslensku eða þeir verðy sentir heim með firstu vél!"
4) ...Þú örvæntir yfir möguleikanum á því að innflytjandi gæti hugsanlega unnið sér inn rétt á bótum úr íslenska almannatryggingakerfinu með tíð og tíma, en fagnar barnabótunum ákaft hver mánaðarmót með hinum bótaþegunum á barnalandi.
5) ...Þú segist hafa samúð með öllu fátæka fólkinu úti í heimi en brjálast þegar það vill koma til Íslands til að vinna sér inn pening svo það hætti að vera fátækt.
6) ...Þér finnst Magnús Þór Hafsteinsson allt í einu ekki heimskur lengur eftir að hann fór að tala gegn útlendingum og ætlar að kjósa frjálslynda flokkinn eftir að hann fór að spúa hræðsluáróðri um útlendinga.
7) ...Þú ert gervifélagshyggjumanneskja hefur miklar áhyggjur af því að flæði útlendinga til landsins rýri kjör láglaunaðra Íslendinga á meðan þér er augljóslega skítsama um kjör fátækra útlendinga sem vilja koma hingað til að fá betri laun en í sínu heimalandi.
8) ...þú kvartar yfir því að allir séu alltaf að kalla þig rasista þegar þér finnst þú bara vera að "horfa raunsæum augum á málin".
9) ...þú finnur til óstjórnlegrar bræði þegar þú heyrir um að útlendingur hafi nauðgað konu, á meðan tíðar fréttir af afrekum alíslenskra nauðgara fara að mestu framhjá þér án þess að valda þér teljanlegu hugarangri.
10) ...þú tjáir skoðanir þínar á málefnum útlendinga í vinsælum sjónvarpsþætti og annar hver rasistaskíthæll á landinu kommentar á heimasíðunni þinni og lýsir yfir eindregnum stuðningi við málflutninginn.
2) ...Þú röflar, með fullan gúlann af Dominos pizzu, um að útlendingar eigi að aðlagast íslenskri menningu eða drulla sér heim milli þess sem þú rotnar að innan fyrir framan nýjasta ameríska raunveruleikaþáttinn í sjónvarpinu.
3) ...Þú finnur hjá þér þörf til að tjá þig á internetinu um að "Údlendingar eygi að læra ísslensku eða þeir verðy sentir heim með firstu vél!"
4) ...Þú örvæntir yfir möguleikanum á því að innflytjandi gæti hugsanlega unnið sér inn rétt á bótum úr íslenska almannatryggingakerfinu með tíð og tíma, en fagnar barnabótunum ákaft hver mánaðarmót með hinum bótaþegunum á barnalandi.
5) ...Þú segist hafa samúð með öllu fátæka fólkinu úti í heimi en brjálast þegar það vill koma til Íslands til að vinna sér inn pening svo það hætti að vera fátækt.
6) ...Þér finnst Magnús Þór Hafsteinsson allt í einu ekki heimskur lengur eftir að hann fór að tala gegn útlendingum og ætlar að kjósa frjálslynda flokkinn eftir að hann fór að spúa hræðsluáróðri um útlendinga.
7) ...Þú ert gervifélagshyggjumanneskja hefur miklar áhyggjur af því að flæði útlendinga til landsins rýri kjör láglaunaðra Íslendinga á meðan þér er augljóslega skítsama um kjör fátækra útlendinga sem vilja koma hingað til að fá betri laun en í sínu heimalandi.
8) ...þú kvartar yfir því að allir séu alltaf að kalla þig rasista þegar þér finnst þú bara vera að "horfa raunsæum augum á málin".
9) ...þú finnur til óstjórnlegrar bræði þegar þú heyrir um að útlendingur hafi nauðgað konu, á meðan tíðar fréttir af afrekum alíslenskra nauðgara fara að mestu framhjá þér án þess að valda þér teljanlegu hugarangri.
10) ...þú tjáir skoðanir þínar á málefnum útlendinga í vinsælum sjónvarpsþætti og annar hver rasistaskíthæll á landinu kommentar á heimasíðunni þinni og lýsir yfir eindregnum stuðningi við málflutninginn.
2 Comments:
Takk fyrir alveg frábæran pistil. Þú ert ekkert að skafa utan af því nafni. Ég kann að meta þetta.
Ég fann þetta einhverstaðr um daginn. Ég held að þessi annars ágæti flokkur "frjálslyndir" gæti skaðast þegar til lengri tíma lætur. En vonandi þeirra vegna eigi þeir eftir að vanda sig betur í umfjöllun um útlendingamál.
Post a Comment
<< Home