Styttast
Núna ferðin að styttast í annan endan, því alltaf bætist einn dagur enn í sarpinn. Ég hef oft sagt það áður að annan hvern dag er ég að fíla mig vel hérna, en hinn daginn er ég að telja niður dagana. Þetta hefur að mestu verið eitt ævintýri, en mjög alvarlegt slys í vikunni kom okkur öllum í mikið uppnám, en keyrt var á frænda á mótuhjóli, en slysið gerðist þegar frændi var að fara yfir á grænu ljósi, en grunlaus um að úr hinni áttinni kom sjúkrabíll á fullu spani sem auðvitað virti engar umferðarreglur. Ekki er víst að þeir hafi verið með sírennur eða blikkandi ljós og það segir sig sjálft að það er mikil gæfa að ekki fór verr, en drengurinn sem nýlega átti afmæli lærbrotnaði illa og verður marga mánuði að jafna sig. Fyrst fór hann á almenningssjúkrahús, en síðan á einkasjúkrahús, en á þessum stofnunum er mikill munur og mættum við Íslendingar þakka fyrir að eiga svona góða heilbrigðisþjónustu, en í Thailandi er ekkert ókeypis þegar kemur að læknisþjónustu. Því miður gat geðsjúkraliðinn ekki komið að miklum notum í slysahjúkrun. En ég verð að taka meiri slysa og skyndihjálp áður en ég útskrifast í vor. Það verður að segjast að skellinöðrukaup eru ekki lengur á dáskránni hjá mér, enda á ég hérna ágætibíl. Deng var svo vitlaus að giftast mér, þannig að hér á ég ágætis pallbíl og "einbýlishús", þar sem rekin er lítil kjörbúð og svo á hún ágætis jörð ekki langt frá. Og við erum líka að skoða hérna jarðir, fyrir nýju villuna. Einnig er ég með gamalt hús í sigtinu, en þetta skýrist vonandi á næstu dögum. Svo er ekki ólíklegt að maður verði meira og minna á þessu nýja sveitahóteli, sem kínverjinn lét byggja. En helvítis maðurinn hefur komst að því að ég ætlaði byggja svona sveitahótel og stal hugmyndinni. Ég get ekki verið að erfa það við hann, því hann er búinn að leggja mikið af seðlum í þetta. Sumir segja að hann sé að koma sér undan því að greiða skatt í Bangkok, en það má vel vera. Svo má ég ekki gleyma einu. Á laugardögum er alltaf afmæli hjá Sigga Rúnari, en Thailendingar kalla hann alltaf Tiger, enda er mikil hefði fyrir stuttum gælunöfnum hér. En áður en hann var skírður var ég að horfa á þátt um golfstjörnuna Tiger Wood. Ég sat eiginlega dolfallin yfir þáttunum og yfir þeim gífurlegu hæfileikum sem maðurinn er búinn. Svo er hann líka blandaður, því móðir hans er tælensk. Ég stakk upp á því að við kölluðum hann þessu nafni í upphafi og það lak víst strax til ættingjana hinum megin á hnettinum, sem nú geta ekki kallað hann annað. Sigurður Rúnar Puangphila "Tiger" er víst 19. vikna í dag. Er eiginlega ekki viss lengur, þarf að kíkja á þetta betur. Það skiptir ekki öllu máli, því hér hefur verið að mestu stanslaust afmæli.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home