Sundlaugin í bakgarðinum
Til þess að komast í alvöru sólarlandastemmingu, þá hef ég þurft að keyra 20 km til að komast í sund og lyftingar. Það er ég að tala um "stórborgina" Loei. En í Wansaphung er enginn sundlaug, eins og í Vík í Mýrdal. Síðan gerist það að við finnum eiginlega sundlaug í bakgarðinum, því næstum því í göngufæri við heimili systur hennar, þar sem við höfum oftast búið er sundlaug. Eiginlega risasundlaug! Auðvitað gapti mðaur af undrun og pínulitlu svekkelsi, því maður hafði keyrt þessa 40 km oft á viku til að fá smá tilbreytingu. Svo er þarna komin líka flott íbúðarhótel á sama stað, en mér hafði ekki litist á hótelin í sveitinni. Reyndar er bara 5. mánuðir síðan þessi starfsemi hófst, þannig að skiljanlega vissi enginn okkar af þessu. Næst getur maður bara fengið sér göngutúr í sundið! En eftir stendur að það var einhver moldríkur kínverji sem stal viðskiptahugmynd minni. Ég tók strax eftir því fyrir nokkrum árum að það vantaði svona Resort þar með huggulegum íbúðum og góðri loftkælingu. Á friðsælum stað, með stórri og góðri sundlaug. En síðan er þessi kínverji búinn að starta þessu. Hann býr í Bangkok og hefur efnast þar vel á viðskiptum. Hann er giftur konu úr þessu héraði og hefur ákveðið að dæla peningunum sínum í þetta. En eitt veit ég að þarna er gott að vera og þarna mun ég beina gestum mínum frá Íslandi.
Sundlaugin í bakgarðinum
Sundlaugin í bakgarðinum
0 Comments:
Post a Comment
<< Home