EL CLASICO
Þar sem leikur Real Madrid og Barcelona verður á eftir ætla ég að plata liðið á Kinghótelið, þar sem ég get vonandi horft á leikinn í kvöld (nótt). Ég var að sjá á spænskum miðlum að Eiður Smári væri í byrjunarliðinu. Trúi því eiginlega ekki eftir framistöðu hans gegn Chelsea. En hvað um það ég fékk mér Sýn í sveitinni. Já, þetta er ótrúlegt að getað pantað Sýn á netinu, en því miður sýna þeir ekki þennan leik á netinu. En ég get valið úr mörgum góðum leikju sem eru búnir og eru væntanlegir í Meistaradeildinni auk margs annars. Meðal annar horfði ég á Nördana í gær, en þessar útsendingar Sýnar eru ekki í beinni. En þessi leikur EL CLASICO eins og hann er kallaður ekki sýndur á VEfTV. Ekki einu sinni endusýndur. Þannig að ég fer bara á hótelið með Tiger og Deng. Fínt að skreppa á Kinghótelið. Áfram Barca.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home