Thursday, October 26, 2006

Thailenska með myndum

Ég mun aldrei gefast upp að reyna að læra málið. Hingað til hef ég ekki lagt allt í þetta, en er samt ákveðinn að hella mér út í þetta. Í stórborgunum er hægt að fara í alvöru skóla, en hérna er það ekki eins auðvelt. Ég gæti verið búinn að læra c.a fjögur evrópumál á sama tíma og maður lærir sama hrafl í þessu máli. Maður myndi læra jafnmikið í rússnesku, spænsku, portúgölsku & hollensku á sama tíma og maður væri að læra Thai. Þá er ég bara að tala um að byrja að bulla og bjarga sér. Eigum við ekki segja að ég sé byrjaður og úr því að Jón Rotari í Kolaportinu gat byrjað að tala á sextugsaldri, þá ætti ég að geta það líka. Ég veit það bara að ég var farinn að tala spænskuna eftir mánuð á Spáni og því fullyrði ég þetta að thailenskan er fjörum sinnum erfiðari að læra. Tælenskan er tónamál, með fimm tónum og til dæmis getur orðið "maa" haft fimm mismunandi merkingar eftir því í hvaða tón orðið er sagt, m.a hestur, hundur osf. Það er ekki það verst, heldur er stafrófið skelfilegt. Fyrir utan að líta öðruvísi út, þá eru stafirnir um 76 talsins. Meðan rússneska stafrófið getur verið lært á einum dagi, tekur mánuð að læra þetta stafróf. En auðvitað er best að byrja að læra eins og barn. Byrja bara á byrjuninni og læra það einfaldasta af myndum.
Tælenska af myndum














hong soo khaa joot soot tai (Last stop for toilet)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home