Thursday, October 19, 2006

Bekkurinn

Svo fór maður á Fógetamótið í bekkpressu og endaði á að taka heiðurslyftu, en hafði upphaflega ætlað að keppa í mótinu sjálfu. Narfi bróðir gifti sig sama dag, þannig að ekkert varð úr keppni af minni hálfu sem betur fer, því ég hafði koðnað niður síðustu vikurnar. Ég hefði ekki tekið meira á kjötinu, en í lok júlí en þá tók ég 160 kg. Eftir giftinguna fór maður heim og pakkaði og kíkti svo í hina frægu Vestugötuvillu, þar sem haldið var míní-kveðjuhóf mér til heiðurs. Daginn eftir varð flogið til Thai. Nú er það hins vegar spurninginn hvort maður sér endanlega búinn að missa áhuga á að keppa í sportinu. Menn sem eru að lyfta af alvöru lyfta miklu meiri þyngdum en ég geri i dag. Þeir Ísleifur, Binnster og Fannar, svo einhverjir séu nefndir stóðu sig mjög vel á mótinu. Þetta eru menn sem hafa það sem þarf til að ná árangri. Enn aðrir þurfa bara´að horfa á handleggina til að þeir stækki. Þannig er Baldvin Bekkur að guði gerður. Hrikalegur alltaf, þótt hann sé löngu hættu að keppa og æfa og lyftir samt miklu meira, en ég. Er þá ekki betra að snúa sér að öðru?














0 Comments:

Post a Comment

<< Home