Tuesday, September 26, 2006

Við förum

Við förum í sumarhúsið okkar á næstu dögum. Þetta verður auðvitað bara fjölskylduferð, þar sem Siggi fer á sínar heimaslóðir. Hvað sjálfan mig áhrærir, þá verður maður að bíta á jaxlinn. Ég hefði getað klárað sjúkraliðann fyrir jól, en þessi ferð setur auðvitað strik í reikninginn. Einnig er staðurinn það norðarlega að öll venjuleg rútína dettur uppfyrir, sb lyftingar. En ég reyni að heimsækja Hótelsundlaug, sem hefur yfir litlum tækjasal að ráða. Ekki fullkominn, en ætla samt að vona að þeir hafi bætt við tækjum. Annars panta ég bara lyftingasett frá Bangkok. Svo er það bara að leggjast í skriftir og innhverfa íhugun. Velta fyrir sér, hvert maður stefnir og hvert liggur leið. Besti staðurinn fyrir sjálfskoðun er auðvitað hinm meginn á hnettinum. Svo er það spurning hvort ég reyni ekki að læra tælensku & Laou. Eða spurning hvort ég fari ekki í massífa Muy-Thai þjálfun. Ég er nefnlilega í frekar slöppu formi, þannig lagðað séð. Hef aðeins verið að taka á lóðunum í sumar, en hefði viljað fara í smá herþjálfun. Ég æfði fyrir mörgumn árum karate hjá Atla karatemeistara og kunni nokkur góð pungspörk. Einnig var ég í Júdó á sínum tíma hjá Ármanni og hefði viljað ná upp sama formi og í denn. ("Þegar ég var moli", eins og Viddi orðaði það). Held að Thaiboxið sé málið, því ekki veitir af að komast aftur í karateform á þessum síðustu og verstu tímum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home