Sunday, September 17, 2006

Barcafárið

Ég hafði alveg gleymt að óska Señor Eiði Smára til hamingju með "framistöðu" sína hjá Barca. Hann kom inná í fyrsta leiknum í deildinni og skoraði flott mark, en síðan hefur hann mátt verma bekkinn að hluta, en kemur oft inná til að hvíla súperstjörnuna Eto'o. Í kvöld kom hann inná þegar nokkrar mínútur voru eftir og fiskaði vítaspyrnu. Hlutverk Eiðs er alveg klárt að mínu mati. (þótt ég hafi ekkert sérstakt vit á fótbolta). Hann á að koma inná gegn slakari liðum deildarinnar eins og Levante, Getafe, Racing og Gymastic þegar staðan er kannski 5-0 fyrir Barca til að hvíla stórstjörnur eins og Eto'o og Ronaldinho. Keppnistímabilið er langt, keppnirnar eru margar og menn eiga eftir að meiðast. Eiður skilur held ég alveg stöðu sína sem súpervaramanns. Annars er þetta orðið eitthvað tískufyrirbæri að halda með Barca. Núna er fullt af liði hætt að halda með Chelsea og farið að horfa á Barca. Kosturinn er sá að núna þarf maður ekki lengur að fara á reikmettaða drykkjubúllu eins og Ölver til að horfa á Barca, því Sýn hefur sýnt flest alla leikina með Barca hingað til. Það er auðvitað gaman að hitta menn eins og Olla og Skolla á Ölveri, en núna horfir maður bara heima og er blessunalega laus við reyk og bjór. Annars er maður eiginlega alveg hættur að horfa á boltann. Maður kveikir á sjónvarpinu og fer svo bara í tölvuna og rétt lítur upp, þegar einhver skorar mark. Samt má maður aldrei missa af leik! Í vetur fór ég samt á nokkra leiki með Barca í Ölveri, en þar voru alltaf sömu karlarnir að horfa á okkar lið. Núna eftir að Eiður kom hefur örugglega fjölgað í hópnum og aðdáendaklúbbnum, sem mér skilst að hafi verið til fyrir tíma Eiðs. Hlakka samt til að fara á Camp Nou á næsta ári með einhverjum góðum hóp. Eigum við að segja í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Annars eru einhverjir aðdáendur búnir að stofna flotta heimasíðu fyrir klúbbfélaga á Íslandi, BARCELONA.IS

0 Comments:

Post a Comment

<< Home