Friday, September 22, 2006

Ég er

Ég er hættur að vera FRAM_ARI. Hreinar línur. Allavegana ætla ég að íhuga það rækilega hvort hverfislið mitt verði ekki sett í salt um óákveðinn tíma. Núna er ég eingöngu að gagnrýna stjórn Fram í bæði fótbolta og handbolta. Við munum hvernig stjórn handboltadeildar kom fram við Heimi Ríkharðsson á sínum tíma. Sannur Framari var rekinn vegna þess að það átti að ráða einhvern betri. Reyndar varð Fram síðar Íslandsmeistari með Guðmund Guðmundsson í fararbroddi, en það breytir því ekki að menn eiga að koma vel "FRAM" við eðal Framara . Síðan kom stjórnin skelfilega fram við leikmenn sína og nefni ég bara Sverrismálið sem dæmi, þegar það átti að blóðmjólka miljónir fyrir hálffertugan handboltamann, sem þráði að spila í Bundeslíkunni eftir að hafa landað Íslandsmeistaratitli fyrir Framara. Núna segir stjórn knattspyrnudeildar Fram upp Ásgeiri Elíasyni sem kom Fram upp í Úrvaldsdeildina aftur með heil níu stig fyrir ofan næsta lið. Ég er klár á því að Olla vini mínum og eðal-Framara er ekki skemmt. Gel trúað því að hann sé núna alveg brjálaður eins og svo margir gamlir góðir Framarar. Ásgeir Elíason er í mínum huga holdgerfingur Framarans. Í honum slær Framhjarta og hann kom liðinu til hjálpar eftir að liði féll um deild á síðasta ári. Ásgeir hefur marg oft komið Fram til hjálpar og gert þá að Íslandsmeisturum. Ég get alveg skilið að menn taki pokann sinn, ef árangur næst ekki, en það á ekki að segja sigursælum þjáfar upp, til þess eins að koma einhverju frægu nafni í starfið. Af hverju segir ekki þessi formaður bara sannleikann, að þeir vilji fá Gauja Þórðar til að þjálfa liðið, en sleppa því að skíta Ásgeir út í Fréttablaðinu í dag. Þetta er eiginlega barfa viðbjóðslegt. Maður fylgist með á næstu dögum og fer svo bara að halda með Þrótti á næstu árum. Ég hef alltaf haft taugar til þeirra af sögulegum ástæðum. Meðan stjórn Fram situr áfram, mun ég ekki gangast við þessu félagi. Fellum stjórnina, eða förum eitthvað annað. Áfram Þróttur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home