Thursday, October 19, 2006

"Sveitasæla"

Þá er maður víst búinn að koma sér fyrir hérna á "skrifstofunni" heima. Internetið er klárt og skrifborðið. Munar öllu að geta setið við tölvuna og verið eins og heima hjá sér. Það er nefnilega mín skoðun að ef maður ætlar í frí, þá verður maður að hafa það svipað eða betra en heima hjá sér. Annars er ég svo sem ekkert í fríi. Ég fæ borgað fyrir að vera með stráknum, en það er víst kallað að vera í fæðingarorlofi. Mjög skemmtilegt starf og það heldur manni gangandi, því maður verður líka að hafa eitthvað fyrir stafni annað en að svitna í hitanum. Hef líka skroppið í "ræktina" og reyni að mæta þrivar í viku. Hef ekki látið bjóða mér áður að æfa í þessu "gymmi" en hef þá frekar farið í sund, sem er auðvitað á sama stað. En núna ákvað ég að prófa. Það er samt ótrúlegt sem hægt er að gera við svona "kryplinga" þyngdir. Þar sem ég get ekki sett meira en 80. kg á stöngina verður maður að hugsa allt upp á nýtt. Núna tekur maður fleirri og fjölbreyttar æfingar, sem maður hefur ekki snert á í mörg ár og í mörgum þessum æfingum eru 80 kg mikil þyngd. Handlóðin eru ekki heldur þung, en samt lætur maður sig hafa þetta. Man alltaf eftir einum sem æfði í Orkulind fyrir mörgum árum. Hann tók alltaf æfingarnar á sérstakan hátt, æfði alltaf létt, en hægt. Hann var kallaður "Rakarinn", en þótt hann æfði bara með léttum þyngdum var hann (og er sennilega ennþá) helmingi breiðari en ég. Svo verður maður hugsað til Charles Atlas, sem æfði bara með eigin líkama, kallað Atlas kerfið. Sennilega mesta blöff sem til var, en...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home