Trúboði
Og þá hefst trúboðið! Ég fékk gefins eitt af þessum útiskákborðum þegar ég fékk borðið hjá mági mínum Nai, sem fékk þetta í kaupbæti með jörð sem hann var að kaupa. Ég hafði líka fengið bjálkatréborð með gamla húsinu, sem var frekar ógeðlsegt, en hann vildi eignast, þannig að við skiptum á sléttu. Núna hef ég eignast mitt annað húsgagn hér því áður hafði ég "fjárfest" í plaststól. Kom því svo fyrir fyrir framan innganginn að "nýja" húsinu. Þá er bara að skipuleggja hérna skáktrúboð og hefjast handa. Það eru nefnilega þannig að mannkynið skiptist í tvo hópa. Í öðrum hópnum eru þeir sem kunna að tefla skák og í hinum eru þeir sem kunna það ekki. Hér í sveitinni er ég sennilega bara einn í öðrum hópnum og allir aðrir í hinum! Þessu ætla ég að breyta. Það er eins og ég hafi fengið vitrun, því hér ætla ég að verða virtur skákkennari. Hér á ég eftir að finna unglingaheimsmeistara eða A-heimsmeistara. Annað hvort verður þeir félagar Hrafn Gunnlaugur og Róbert Lagermaður með mér í þessu eða ekki. Best væri auðvitað að standa ekki í þessu einn. Hrafn þekki ég eiginlega ekkert og Róbert þekki ég bara af vondu einu, en samt er Róbert einn af mínum æsku skákfélögum og ég ber mikla virðingu fyrir honum sem skákséní, þrátt fyrir strangt lífshlaup. Hann er samt mjög góður drengur og vingjarnlegur náungi. Þeir félagar hljóta að sjá að Namibía og Grænland eru bara byrjunin. Hér finnum við hins vegar nýjan Anand. Ég er alveg sannfærður um það. Við sjáum bara hvað er að gerast í skáklífi Kínverja og Indverja. Ég ætla m.a að bjóða þessum mönnum hingað norður, þegar og ef ég fæ nýja húsið. Það er nú nefnilega það! Við kaupum ekki húsið nema allt sé öruggt. Annars er nóg af húsum hérna ef við hættum við að kaupa það gamla.
Annars var ég að stelast í bækurnar hans Óla Thai í leiðindunum hérna. Las m.a Eyðimerkurblómið eftir þá sómölsku, Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason og Valkirjur eftir Þráinn Bertelsson. Bók Þráins er alveg meinfyndin og það var þar sem ég stal þessum aulahúmor: Veröldin skiptist í tvo hópa. Í öðrum hópnum eru þeir sem hlusta í Bítlana og hinum eru þeir sem hlusta á Rolling Stones. (Ég geri reyndar hvorugt). Þessi brandari var reyndar sagður í nokkrum útgáfum í bókinni, en hægt er auðvitað að bæta við óteljandi möguleikum. Veröldin skiptist að mínum mati í aðra tvo hópa. Þeir sem lyfta lóðum og þeir sem gera það ekki. Hérna í sveitinni er í líka bara einn í fyrri hópnum. Því ætla ég líka að breyta!
Annars var ég að stelast í bækurnar hans Óla Thai í leiðindunum hérna. Las m.a Eyðimerkurblómið eftir þá sómölsku, Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason og Valkirjur eftir Þráinn Bertelsson. Bók Þráins er alveg meinfyndin og það var þar sem ég stal þessum aulahúmor: Veröldin skiptist í tvo hópa. Í öðrum hópnum eru þeir sem hlusta í Bítlana og hinum eru þeir sem hlusta á Rolling Stones. (Ég geri reyndar hvorugt). Þessi brandari var reyndar sagður í nokkrum útgáfum í bókinni, en hægt er auðvitað að bæta við óteljandi möguleikum. Veröldin skiptist að mínum mati í aðra tvo hópa. Þeir sem lyfta lóðum og þeir sem gera það ekki. Hérna í sveitinni er í líka bara einn í fyrri hópnum. Því ætla ég líka að breyta!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home