Saturday, December 30, 2006

Gleðilega hátíð















Sælar elskurnar mínar! Við erum komin heim. Við viljum hugga aðdáendur okkar með því að við náðum að komast heim á sjálfan aðfangadag jóla, en við tókum kvöldvélina frá Copenhagen á Þorláksmessu, en því miður var fyrri vélin sem fór um miðjan dagin troðfull, en einungis eitt sæti var laus í henni. Ekki vildum við skipta liði frekar en fleirri fjölskyldur sem voru að ferðast á þessum standby-miðum. Sigurður Rúnar náði því sínum fyrstu jólum á Íslandi eins og ég hafði lagt áheyrslu á, en því miður mistum við af Þorláksmessunni og góðri kæstri skötu. Ástæðan fyrir því að við vorum ekki búin að tilkynna okkar komu var sú að Ogvodafone var ekki að flýta sér að opna netið hjá mér. Annars voru jólin mjög góð, þrátt fyrir að við hefðum ferðast í rúmlega tvo sólahringa til að komast heim. Við lögðum á stað 22 desember kl 14.00 á tælenskum tíma, en þá var klukkan átta um morguninn á íslenskum tíma. Síðan var flogið í um klukkutíma frá Loei til Bangkok, þar sem við biðum í rúmlega 11. tíma á glæsilegum nýjum millilandaflugvelli. Síðan tók við um ellefu tíma flug til Baunalands, þar sem við lentum í kóngsins köbenhavn. Þar þuftum við að bíða frá klukkan sjö um morgunin til tíu um kvöldið hjá fúlum Baunum á Kastrupflugvelli. Mistum því miður af miðdegisvélinni eins og áður sagði og tókum því kvöldvélina rúmlega tíu og vorum lent í Keflavík rúmlega tvö um nóttina, aðfaranótt aðfangadags. Vorum svo komin heim í Mýrina kl um að ganga fjögur um nóttina. Því var maður hálfsofandi í jólaboði fjölskyldunnar, en maturinn var frábær og ég fékk m.a góða gjöf eða myndina um Jón Pál sem gladdi mig mikið. Sigurður Rúnar byrjaði sín fyrstu jól með því að rífa upp nokkra pakka með miklum látum og gleði.

สุขสันต์วันคริสมาส
Hyvää joulua!
Merry Christmas!
God Jul!
Froehliche Weihnachten!
Feliz Navidad!
Glædelig Jul!
Prejeme Vam Vesele Vanoce a stastny Novy Rok!
Ruumsaid juulupõhi!
No eliniz Ve Yeni Yiliniz Kutlu Olsun!
Pozdrevlyayu s prazdnikom Rozhdestva is Novim Godom!
Buone Feste Natalizie!
Gledileg Jol!
Gajan Kristnaskon!
Kerstfeest en een Gelukkig Nieuwjaar!
Boas Festas e Feliz Ano Novo!
Felices Pasquas Y Felices ano Nuevo!

Annars eru jólin (Yule) heiðin hátíð, þs orðið jól er dregið úr hátíð sem var til löngu fyrir daga arabíska trésmiðsins sem kenndi okkur að elska og virða náungann. Hins vegar er Kristmessa (Christmas), eins og orðið er notað í flestum öðrum tungumálum en norrænum hátíð Esúa Jósefssonar frá Nazareth. Annars ætla ég ekki að hætta mér út í þessi jólafræði, en ég er alltaf ánægður þegar fólk af öðrum trúarbrögðum virða jólin, eins og til dæmis múslimar og Bahaiar, en Jesú er einn af spámönnunum guðs og í góðu lagi að halda upp á fæðingu hans. Svo eru jólin líka hluti af okkar ævafornu vestrænu menningu og þar eru einungis fýlupúkar sem taka ekki þátt í þessari miklu gleði.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home