Sunday, January 28, 2007

Bardagamaður

Ég hef verið að skoða nokkra bardaga bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Var að horfa á þætti um meistara Múhamed Ali í vikunni. Þar fer einn mesti íþróttamaður sögunnar og ein flottasta fíkúra samtímans. En Ali var auðvitað barn síns tíma og rasisti með öfugum formerkjum. Hann ánetjast ungur íslamstrú og öfgafullum svörtum mönnum sem náðu á honum stjórn. En hann var líka að berjast við fordómafullt samfélag og því skiljanlegt að hann neitaði m.a að gegna herþjónustu í Vietnam, þar sem hvíti maðurinn sendi svarta manninn til þess að slátra gula manninum og allt til þess að kapitalistar heimsins gætu barist við ógn kommúnismans. En samt held ég að Ali hafi róast með árunum og er nú virtur og dáður af flestum bæði hvítum og svörtum.

Það hefur líka verið gaman og aumkunnarvert í senn að fylgjast með "slagsmálunum" í "Frjálslynda" Nazistaflokknum. Þarna er samankomið mikið af hæfileikafólki, en vandamálið er að þetta fólk hefur ekki alist upp í venjulegum stjórnmálaflokki og hefur aldrei þurft að lúta flokksaga. Þessi hanaslagur hefði t.d aldrei getað átt sér stað í Sjálfstæðisflokknum eða Framsókn. Ef menn reyna að slá sig til riddara í þessum flokkum þá eru þeir bara látnir fara. Hann Davíð minn var lang bestur í því að halda aga í Íhaldsflokknum mínum. Þegar hann byrjaði sem formaður í upphafi tíunda áratugarins var flokkurinn fullur af smákóngum, sb Sverri Hermannsson en nokkrum árum síðar var flokkurinn laus við þá alla. Annað sem ég var hrifnastur hjá Davíð var að kæfa alla leiðindaumræðu í fæðingu. ESB og Evran var ekki á dagskrá. Eftir að við mistum Davíð í Seðlabankann hafa smákóngar í öllum flokkum vaðið uppi mðe sjálfstæðar skoðanir. Það á ekki að lýðast. Það á ekki að vera almenningur sem stjórnar umræðunni heldur stjórnmálamenn. Er það ekki annars?

Það hefur líka verið bárátta að standa í skrifinsku eins og greiðslumati. Það er auðvitað arfavitlaust að vera að fara í svoleiðis vitleysu, þegar maður hefur verið í:

a. Þriggja mánaða heimsreisu.
b. Gift sig og tekið langt sumarfrí+fæðingarorlof.
c. Þurft að stunda tvö skóla á árinu.
d. Frúin verið meir og minna tekjulaus vegna meðgöngu, lasleika og fæðingarorlofs.
e. Auk þess sem var tekinn fulur skattur af orlofstekjum.
f. Kaup á tveggja hæða sumarhúsi á vísa-rað.
g. Vera skráður með tvo bíla á skattaskýrslu
osf osf

Þetta skiptir engu máli. Þegar maður tekur sig til, þá græjar maður alla hluti. Það er nefnilega mín reynsla að ef manni langar virkilega í eitthvað þá getur maður það. Vilji er allt sem þarf. Þessi fleygu orð eru komin úr munni stórskáldsins og náfrænda míns Einars Benediktssonar. Gunnar Thoroddsen notaði þessi orð líka með eftirminnilegum hætti í áramótaávarpi á síðustu öld og þessi orð eiga að vera einkennisorð okkar allra.

Vilji er allt sem þarf.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home