Sunday, January 28, 2007

Ríkur

Nú verð ég að fá viðskiptasnillinginn úr útlegðinni, því ég var að heyra í vikunni að Landsbankinn hefði hagnast um 40 milljarða á síðasta ári. Keyptu þeir Björgúlfskarlar ekki bankann fyrir nokkrum misserum á 12 milljarða. Ég var líka að sjá að Ólafur Ólafsson í Samskip hefði auðgast hundraðfalt á nokkrum dögum og var hann þó vel stæður fyrir. Hann keypt víst Búnaðarbankann í félagi við aðra og átti hann í nokkrar vikur, en seldi hann svo aftur réttu aðilunum og saman græddu þeir víst um 60 milljarða á þessum "bissness". Þetta var einmitt liður í helmingaskiptasýstemi Framsóknar og íhalds. Hvað ef ég segi núna að mesti glæpamaður Íslandsögunar heiti Halldór (ekki Faaborg) og gangi nú laus í fínu nýju starfi auk þess sem hann muni fá rífleg eftirlaun. Mesta misrétti Íslandssögunar var hið sanngjarna fiskveiðistjórnunarkerfi sem hr. H var hugmyndasmiðurinn af, en er núna að leggja landsbyggðina í rúst. Sjálfur græddi herra H um hundruðir milljóna á kerfinu hið minnsta fyrir sína fjölskyldu. Sagan mun því dæma suma, en í mínum huga eru þeir Guðni í Virkinu og Árni Jónsson trúbador ekki glæpamenn í samanburði við þann eina og sanna. Best að segja ekki of mikið eða rugga bátnum, en ég vil samt meina að fólk framtíðarinnar mun dæma marga þessa glæpamenn hart sem hafa farið illa með okkar almannafé og auðlindir. Í dag eru þessir glæpamenn ósnertanlegir, en í hjarta mínu trúi ég á síðbúið réttlæti. Samt er alltaf gaman að sjá minn gamla vinnufélaga Sigurjón Árnason bankastjóra Landsbankans þykkari en ég sjálfur, en ekki af kraftlyftingum, heldur af góðum "mat", enda lýtur út fyrir að karlinn sé mikill lífsnautnamaður. Í unglingavinnunni í Verkó á níunda áratugnum hættum við oft að vinna um hádegi á föstudögum og strákarnir fóru að drekka brennivín og Beilys undir húsvegg. Sigurjón var sá harðasti í þessum hóp og í dag er ég mjög stoltur af þessum gamla vinnufélaga mínum. Sigurjón segir að þjónustugjöld bankana hér séu með þeim lægstu í heiminum, en minnist ekkert á vaxtarokrið. Nei, það er enginn ástæða til að lækka vextina okkar þrælana, en höldum í staðin dýrar veislur á kostnað almennings. Úrkynjun er eitt orð sem kemur upp í hugan þegar maður hugsar um þetta nýríka bankalið. Þeir keppast við að halda flottustu veislurnar. Ég hefði viljað vera vitni að því þegar nýríka liðið hittist á einhverju glæsihóteli í London. Þar sat einn krullóttur feitur seðlabankastjóri og faldi sig bak við Financial Times og fygldist með Duran Duran liðinu sem hélt partý á sama hóteli. Hvað á það t.d að þýða að flytja inn atvinnuhomma frá Englandi til Íslands fyrir 70 milljónir til að spila Crokodile Rock fyrir liðið. Mér finnst þetta lag reyndar frábært, en myndi ekki vilja borga aleiguna fyrir það. Rifjum upp hvað gerðist fyrir gamla Rómarveldi. Hvers vegna hrundi það til grunna. Jú, fólkið úrkynjaðist og varð að monsterum. Þjóðin myglaði innanfrá. Það sama er að gerast hjá hinum nýríku Íslendingum, sem eru ekki lengur með báðar fæturnar á jörðinni. Annars er ég sjálfur að komast í hóp hina ríku. Núna er ég sjálfur orðinn stóreignamaður og verð aldrei aftur fátækur þunglyndissjúklingur. Best að segja ekki of mikið, en það hlaut að koma að þessu. Ég er að komast í hóp þeirra, Ólafs, Björgúlfs, Sigurjóns og & co. Meira um það síðar.

1 Comments:

Blogger Google+ said...

Lán allt að $ 500.000 og lánslínur allt að $ 100.000
Einföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
Finnst eins hratt og einn virkur dagur ef þú ert samþykktur
Sölutrygging byggð á viðskiptasjóðstreymi, viðskipta- og einkaeign. Hafðu samband við okkur
Netfang: atlasloan83@gmail . com
whatsapp / hangout + 14433459339
Atlasloan.wordpress.com

5:29 AM  

Post a Comment

<< Home