Tuesday, July 25, 2006

Færeyskir dagar

Á færeyskum dögum í Ólafsvík verður haldið heljarinnar veisla, m.a er veglegt bekkpressumót sem haldið verður til minningar um Héðinn Magnússon, en hann fórst langt fyrir aldur fram í sjóslysi. Héðinn var sonur Magnúsar Óskarssonar kraftamanns, sem keppti m.a í lyftingum og vaxtarrækt og í Stuðmannamynd. Miklir kraftamenn eru í þessari ætt, en Héðinsmótið hefur nú verið haldið í nokkur ár með með miklum glæsibrag. Þar ætla(ði) ég að mæta á morgun og taka c.a 200 kg í bekkpressu í fyrsta skipti. Einungis fjölskylduaðstæður hefðu stoppað mig af. En læknarnir vilja endilega setja allt í gang núna um helgina, strax í dag. Mér var því ráðlagt af Sibbu lækni að vera ekki að þvælast út á land á morgun, ef ég ætti ekki að missa af öllum herlegheitunum. Helvítis læknarnir ætla að trufla bætingarnar eða hvað?
http://padregio.blogspot.com/benchpress.gif

0 Comments:

Post a Comment

<< Home