17. júní
Enginn tími fyrir þjóðhátíð. Var á leiðinni heim eftir morgunvakt til að horfa á handbolta, ákvað að skella mér í bæinn. Ætlaði sko ekki að láta einhvern handbolta skemma fyrir mér þjóðhátíðardaginn. Alveg útí hött að fara að líma þjóðina við kassann á sjálfri þjóðhátíð útaf einhverjum fúlum handbolta. Svo ar fagnað ógurlega í lokinn, eftir að hafa tapað fyrir Svíum. Um kvöldið var keyrður einn hringur, en ákveðið að stíga ekki útúr bílnum þegar maður sá alla þessa unglingadrykkju. Og ekki komst maður á neina kraftakeppni í dag, því miður. Maður nennir varla að hreyfa sig lengur, enda er maður að hlaupa í spik. Enda á maður nóg af Marud-snakki fyrir næsta HM leik. Skjóðuþyndin er núna 110 kg. Metið er innan seilingar. Vantar bara 2,5 kg til að ná persónulegu meti.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home