Bekkurinn
Þeir kalla mig nú orðið "fatlafólið", af því ég var svo heppinn að fá að æfa í Íþróttahúsinu í Hátúni í rúmlega mánuð. Núna er þó verið að loka salnum í sumar, því það á að stækka hann um helming. Þetta var ekki stór hópur sem æfði þarna, en ég hef ekki í langan tíma hitt menn sem æfa eins vel og taka tilsögn Loggsins og Þorsteinn Sölvason, Sveinbjörn, Vignir og co. Ég er alveg klár á því að ég hefði farið að bæta mig fljótlega á bekk, hefði ekki átt að stækka salinn. Í sumar er því bara einn staður sem kemur til greina, en það er sjálfur raunveruleikinn, sem Jón Páll byrjaði með á sínum tíma. Hins vegar er litli salurinn á Grettisgötu búinn að vera. Sá staður verður aldrei samur aftur eftir að aðalmennirnir hættu að æfa þar. Meðan "foringinn" var jákvæður, var nokkuð þéttur hópur sem æfði þarna, en núna skilst mér að ekki séu margir eftir. Ég fékk að keppa sem "gestur" á mótinu og var bara þó nokkuð ánægður með þyngdina sem ég náði að pressa, en tekinn var svokallaður flatur bekkur og öllum reglum framfylgt, m.a annars fékk ég rautt á mína aðra lyftu, vegna þess að ég stoppaði ekki. Rúnar Gísli lyfti hins vegar öllum sínum lyftum og náði í brons í sínum flokk.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home