Tuesday, July 25, 2006

Lyftingar

Loksins fengum við að sjá lyftingar, en Norræn landskeppni í lyftingum var haldin í Smáralindini í dag. Þótt Íslendingar hefðu ekki riðið feitum hesti, þá var Guðmundur Sigurðsson einn af mönnum mótsins, en hann var að reyna við heimsmet öldunga á mótinu. Flestir keppendur voru ekki fæddir, þegar Gvendur keppti á Ólympíuleikunum árið 1976. Hann æfði líka með föður mínum lyftingar, þegar Fischer og Spassky tefldu hérna um árið. Þetta var flott mót, en slæmt að hafa það á sama tíma og enska bikarinn. Flottast bikarleikur sem ég hef séð, en Liverpool hafði West Ham í vítaspyrnukeppni, eftir að hafa verið undir tvö núll, í fyrri hálfleik.













0 Comments:

Post a Comment

<< Home