Íslandsmeistarar
Við á deild 12 náðum að verja Íslandsmeistaratitil okkar á meistaramóti geðdeilda sem fram fór í dag. Í öðru sæti var harðsnúinn sveit frá sambýlinu Hringbraut, en önnur lið voru m.a deild 11, deild 13, Bergiðjan og Hvítabandið. Teflt var á þrem borðum allir við alla, en mótið var samstarf Hróksins og skákklúbb Vinjar við Hverfisgötu. Ég tefldi bara eina skák á fyrsta borði og náði að sigra í þeirri skák. Annað árið í röð fengum við því forláta verðlaunagrip og allir eru að rifna úr monti. Reyndar vildu mótshaldararnir lána mig og Ágúst Örn starfsmann í önnur lið vegna þess að við vorum með ofursterkt lið og því tefldi ég bara þessa einu skák fyrir okkar menn, en ég sigraði allar þrjár skákir mínar.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home