Tuesday, July 25, 2006

HM

Nú er HM í knattspyrnu byrjað og maður rauk auðvitað í vekefnið að kaupa nýtt sjónvarp. Keypti þetta risastóra Plasmatæki, sem verslanir hafa nú byrjað að hreinsa út, til að ríma fyrir næstu kynslóð af tækjum. Þetta eru hins vegar ágætis tæki, þótt ekki sé sent út í breiðtjaldsformi hér á landi (sýn extra II gerir það nú reyndar..gott framtak). Horfði þó á fyrsta leikinn í Borgarleikhúsinu, þar sem Gothestofnunin bauð öllum á Þjóðverjaleikinn og allt flæddi í bjór. Ég var því ekki með "fule fem" þegar ég keypti mér sjónvarpið eftir leikinn. Að sjálfsögðu passaði þetta flykki ekki inní innréttinguna og því horfir þetta til vandræða. Verð að taka nokkrar aukavaktir til að bæta upp þetta eyðslubrjálæði. 155 þúsund kostaði tækið, en að sjálfsögðu ekki á borðið. Samt hefur maður verið að horfa á leikina á þessum börum. Hitti til dæmis skólafélaga mína þá Kristján Hlöðverz og Aðalstein Thorarensen yfir leik Argentínu og Fílabeinsstrandarinnar. Við horfðum á leikinn á einhverri biljardstofu á Hverfisgötu. Hef líka kíkt á aðstæður á Hressó og Pravda. Einnig er fínt HM horn á litlu ölstofunni við Kirkjutorg osf. Gaman að kanna þessa fótboltabari, en vil að sjálfsögður forðast helvítis reykinn. Bíð spenntur eftir leik Angóla og Íran. Ajatolarnir gegn mannætunum. Mín spá fyrir keppnina er sú að Ítalía vinni. England verði í öðru og Argentína í þriðja. Vona hins vegar að Argentína hafi það, eins held ég dálítið með Spánverjum og Englendingum. Síðan koma Ítalir. Sagan sínir hins vegar að suður ameríkuliðin hafa aldrei gengið vel í Evrópu (Fyrir utan Brasilíu í Svíðþjóð árið 1970). Það verður spennandi að sjá hvað gerist. Held að Brassarnir og Argentínumenn séu sterkastir á pappírunum, en maður veit aldrei. Það er líka spennadi að fylgjast með því hvort Eiður léttfeiti verði keyptur til Barcelona. Þá eignast þeir örugglega marga nýja aðdáendur á Íslandi. Þá er líka hætta á því að þetta verði einum of tengt Eiði. Ætli hann eigi ekki eftir að gugna á þessu og endi hjá United. Að sjálfsögðu sem varaskeifa líka, en engu að síður tilbreyting fyrir hann.
Spá:
1. Ítalía
2. England
3. Argentína
Spá II:
1. Argentína
2. Brasilía
3. Spánn

0 Comments:

Post a Comment

<< Home