Armenar unnu
Sveit Armeniu sigraði glæsilega á ólympíumótinu í skák, sem nú er nýlokið. Glæsilegt hjá þessari sterku sveit. Armenar eru reyndar alveg stórmerkileg þjóð, sem urðu einna fyrstir til að taka upp kristni og eru dreifðir víða um jarðir. Þeir hafa löngum átt óvinveitta nágranna og voru lengi vel innlimaðir í sovéska heimsveldið. (sem vér söknum reyndar mikið) Armenar hafa löngum átt alveg þrususkákmenn, eins og Tigran Petrosjan fyrrum heimsmeistara, en hann ríkti á undan Boris Spassky. Einnig má benda á að Kasparov sjálfur er hálfur Armeni og sagður hálfur gyðingur, en hann breytti sínu gyðinglega föðurnafni sínu úr Weinstein í Kasparov. Kasparov er reyndar kenndur við Baku í Azerbajtjan, en móðir hans var armensk. Ég þekki reyndar einn Armena, sem er mjög stoltur af uppruna sínum. Hann hefur reyndar aldrei komið til Armeniu og heldur ekki forfeður hans í margar kynslóðir, en hann kynnir sig auðvitað alltaf sem Armena, þótt hann hafi búið í Líbanon, Frakklandi, Danmörku og Íslandi. Þetta er minn ágæti vinur Róbó. Hann veit líka hvað Tyrkir gerðu hans þjóð í upphafi tuttugustu aldarinnar. Það var eitt mesta þjóðarmorð sögunar.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home