Tuesday, July 25, 2006

Framsókn að klofna

Helvíti var þetta nú lélegt hjá spunameisturum framsóknar að klúðra svona fyrir Halldóri. Valgerður Sverrisdóttir "uppáhaldið" mitt var líka með vel hugsuð comment, sem gerðu bara illt verra. Guðni Ágústsson er í mínum huga framsóknarmaðurinn holdi klæddur, þs. fulltrúi hins gamla bændaflokks, hins gamla tíma. Hins vegar er einhver "borgarelíta" að reyna að ýta honum út. Það gengi aldrei. Framsókn er í grunninn alltaf gamli góði bændaflokkurinn, sem sækir sitt fylgi í dreifbýlið. Ég sem sagði alltaf að Framsókn væri hluti af þessu 4-5 flokka kerfi sem myndi standa að eilífu. En það verður ekki úr þessu. Af hverju geta þessir bjálfar ekki komið saman sem eitt lið, eins og íhaldið gerir alltaf. Helst hefði ég viljað fá "Denna" aftur, því ég var alltaf mikill aðdáandi Steingríms Hermannssonar eins og öll þjóðin var á sínum tíma (hann er vinsæll og veit af því), en núna gerir hann sig sekann um að hafna sínum eigin bróður. Það þarf bara að horfa á myndina af Lúðvíki Gizurasyni og pabbanum, til að sannfærast um skyldleikann og ef fjölskylda Denna er svona viss um að maðkur sé í mysunni, þá ætti hún að leyfa DNA próf. Þetta er auðvitað sorglegt mál og það er sennilega bara mannlegt að bregðast svona við, þegar miklir peningar eru í húfi. Maður spyr bara eins og Kain forðum: "Á ég að gæta bróður míns?" Eða var það Abel?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home