Tuesday, July 25, 2006

Til hamingju Ísland

Ég ætla eins og áður sagði ekki að vera með neinar væntingar um veru Eiðs hjá Barca. Barca er stærsti klúbbur í heimi og hin síðustu ár hefur liðið verið á bullandi uppleið, en það er ekki langt síðan að liðið var í miklum öldudal. Til dæmis eftir að ég heiðraði borgina um nokkra vikna skeið árið 1999 sigldu þeir inn í slæman öldudal, en þeir urðu einmitt meistara það árið. Síðan gekk eiginlega ekkert upp fyrr, en í fyrra þegar þeir urðu meistarar, en árið áður skutust þeir upp í annað sætið. Richard þjálfari hefur verið að vinna frábært starf og hann er ekkert endilega að byggja lið sitt upp á einhverjum stórstjörnum, heldur líka á liðsheild. Það hafði líka mikið að segja að fá Ronaldinho í sínar raðir, en hann er eins og Eiður algerlega laus við stjörnustæla að mínu mati. Það er einmitt þessvegna sem Richard hefur litist vel á Eið, að hann verður örugglega seint til vandræða, þrátt fyrir að vera breyskur maður eins og við hin. Menn eins og Edgar Davis og fleirri egoflipparar eru ekki týpur sem Richard vill í sitt lið. Eiður á þó vonadi eftir að spila einhverja leiki í búningi meistarana, en gefum honum þann tíma sem þarf til að koma sér fyrir í nýju landi og nýrri menningu. Ég er búinn að bíða eftir því mörg ár að sjá Íslending í spænsku deildinni, en þeir bræður Þorður Guðjónsen og Jóhannes léku með Betis og Las Palmas, en því miður lentu þeir fljótlega útí kuldanum hjá sínum liðum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home