Friday, July 28, 2006

Þegar ég hitti KAZ

Ég var svo frægur að tala nokkur orð við Bill Kazmaier og Ode Wilson á sínum tíma, þegar þeir héldu fyrirlestur í gamla World Class húsinu fyrir margt löngu. Kaz er alveg svakaleg týpa og hrikalegasti maður sem ég hafði augum litið. Ég ákvað að spyrja þá um hvernig ég gæti stækkað bysepinn og þeir voru hinir almennilegustu og Kaz gaf mér svo plakat með sjáfum sér. Síðan var ég svo frægur að ná í eiginhandaráritun hjá Kaz og Jón Páli á móti í Reiðhöllinni, en ég hafði mig ekki í að biðja þá um áritunina sjálfur, heldur fékk ég Narfa bróður í verkið. Ég held alltaf mikið upp á þennan páppír. Annars er þetta frábært framtak hjá Hjalta Úrsusi (Legend) að sýna allar gömlu keppnirnar, eins og Sterkasti maður Evrópu 1983, Sterkasti maður heims 1982-4 osf, en þessi mót hafa ekki verið sýnd hérna fyrr en nú. Svo er bara að hlakka til haustsins og sjá myndina um Jón Pál, en vonandi á goðsögnin Hjalti eftir að gera alveg ógleymanlega heimildamynd, en síðustu daga hef ég verið að horfa á flottar heimildamyndir um m.a Tiger Wood, Maradona, Beckham. En vonandi á myndin um Jón Pál eftir að slá þeim öllum við. Hann var mitt goð eins og svo margra annara.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home