Forza Ítalia
Megi betra liðið vinna í dag. Ítalía ætti að hafa það, enda tel ég þá vera með þéttara lið og meira sannfærandi. Frakkarnir gætu þó haldið áfram að gera góða hluti og sjálfstraustið ætti að vera í botni hjá hinum hæga Zidane. Gott að þetta er búið. Flestar stjörnurnar í þessu móti náðu ekki að sýna sitt besta eða hreinlega drulluðu á sig. Sumir sáust lítið eins og Ronaldinho, eða duttu út úr keppni með góðum liðum, eins og stjörnurnar í liðum Argentínu, Spánar, Brasilíu og Englands Sama var sagt um franska liðið eftir riðlakeppnina, því þeir voru alveg skelfilegir. En það ekki alltaf besta og skemmtilegasta liðið sem vinnur, eins og sannaðist fyrir tveim árum þegar Grikkir urðu Evrópumeistarar. Það væri eftir öllu að Frakkar myndu stela þessu, en ég spáði þó vonandi rétt. Áfram Ítalía.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home