Goð / skúrkur
Tveir menn sem ég þekki og horfa aldrei á knattspyrnu, vildu allt í einu fara að ræða úrslitaleikinn á HM við mig. Hvorugar hafði séð leikinn, en annar þóttist reyndar hafa séð hann, sem var örugglega ekki satt. En ástæðan fyrir áhuga þeirra nú, var uppákoman með Zidane. Um þetta höfðu þeir miklar skoðanir á atvikinu og allt í einu nennti ég ekki mikið að ræða um fótbolta við þessa menn. Kannski var þetta einhver hroki í mér að nenna ekki að ræða um fótbolta við menn sem hafa hvorki áhuga, né hundsvit á tuðrusparki. Hinu er ekki að neita að álit mitt á Zidane stórjókst við árásina. Þezzi Materazzi er hættulegri en "sikopati" með exi, sagði Logi Ólafsson fyrrum landsliðsþjálfari um manninn, en Íslendingar kynntust þessum "manni", þegar hann spilaði á Laugardalsvelli um árið. Kynþáttafordómar eiga ekki að líðast í sportinu og stundum er réttlætanlegt að lumbra á mönnum. En hefði ekki verið betra fyrir Zidane að jafna um hann eftir leikinn, en ekki fyrir framan milljarð áhorfandi sem horfðu á? Þvílík dramatík að spila sinn síðasta leik á ferlinum fyrir framan einn milljarð áhorfanda í sjálfur úrslitaleiknum á HM og missa sig í geðveikina. En ég virðist alltaf vera þannig gerður að ég held mest upp á ólíkindatólin og þá breysku. "Brjálaðir" snillingar eins og Maradona, Tyson, Fischer, Ronney og Zidane eru í miklu uppáhaldi. Reyndar skilur maður vel með tvítugan strák eins og Ronney að missa sig, en Zidane hefði átt að bíða með barsmíðarnar þangað til eftir leikinn.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home