Tuesday, July 25, 2006

Hver vill

Hver vill drepa saklaust líf? Ekki nokkur maður vænti ég, en í stríði virðist hins vegar alltaf hafa gilt önnur lögmál. Tökum dæmi um George Bush hinn "góða", sem er að sjálfsögðu á móti fóstureyðingum. Hann er meira að segja á móti stofnfrumurannsóknum af trúarlegum ástæðum. En þessi "maður" hikar ekki við að samþykkja loftárásir á saklausa borgara í skjóli nætur, þar sem saklaust fólk er drepið, börn, konur og gamalmenni, en Bush sefur samt rólegur um nætur, því hann telur sig vera að framkvæma vilja guðs. Meira að segja Kári Stefánsson benti mönnum á þetta tvíeðli Bush um daginn, þegar rætt var um "afstöðu" Bush um stofnfrumurannsóknir. Stofnfrumrannsóknir gætu hjálpað milljónum manna um allan heim, sem þjást af skelfilegum sjúkdómum, eins og krabbameini, Parkinson, MS osf. Nei mesti fjöldamorðingi heims er á móti fóstureyðingum og stofnfrumurannsóknum, því hann er sannkritstinn "góður" maður, allveg eins og Bush "eldri", hinn fjöldamorðinginn í fjölskyldunni, sem kom hingað um daginn. Bandarískum stjórnvöldum er líka skítsama um stríðsgglæpi Ísraela gegn saklausum borgurum í Líbanon. Ég segi saklausum, því meirihluti þeirra sem Ísraelsmenn hafa slátrað í Líbanon eru saklaus börn, konur, gamalmennni, kristnir, múslimar, Drúsar og örfáir Hizbollamenn. Við Íslendingar höfum kynnst drullueðli Ísraelska stjórnvalda áður, meðal annars í framkomu þeirra við íslenska ríkisborgara, en frægasta dæmið er auðvitað hvernig þeir komu fram við hana Dorit. En það var auðvitað saklaust, vegna þess að hún slapp lifandi úr landi, en núna verður alþjóðasamfélagið að taka á þessum stríðsglæpum, en ekki að fylgja Bandaríkjamönnum. Við Íslendingar getum samt sjálfum okkur kennt að hluta, því það vorum við sem bárum ábyrgð á því að þessi ófreskja (Ísrael) varð til á sínum tíma.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home