Tuesday, July 25, 2006

Ármannsheimilið rifið

Þá er það ljóst að gamla Ármannsheimilið er að hverfa til feðra sinna. Því miður gat ég ekki æft þarna sem skildi, en leit við nokkrum sinnum í vetur til að grípa í lóð. Stundum lenti ég á erfiðum húsverði, sem vildi ekki hleypa mér inn, en oftast fékk ég að grípa í stöng. Undir lokinn var of seint að falst eftir lyklum, en Ármenningar ætla að halda áfram að lyfta í nýrri og betri aðstöðu í Laugardalnum. Vissulega er sjónarsviptir af gamla húsinu. Þarna byrjaði ég að dútla með Sveini Inga, sem kenndi mér undirstöðuatriðin. Seinna tók Ólafur Ólafsson við, en ég var aldrei lengi í sportinu, en náði þó silfri í snörun og bronsi í jafnhöttun og samanlögðu á mínu eina Íslandsmóti í greininni árið 1988. Þegar ég byrjaði var lyftingasalurinn í hinum enda hússins (þurfti að ganga í gegnum fimleikasal), en áður hafði lyftingaaðstaðan verið á öðrum stað í húsinu, í sérstökum skúr, en sá skúr var sennilega ekki viðbyggingin sem ég byrjaði að lyfta í. Síðustu 15. ár hefur lyftingaherbergið verið vinstra megin við aðalinngang (bláa hurðin, sjá mynd). Margir frægir lyftingamenn hófu sinn feril í Ármannsheimilinu. Núna er því miður þessi aðstaða að hvefa fyrir einhverjum blokkaríbúðuðum, en lyftinga (og fimleika)aðstaðan mun færast annað. Þá er það ljóst að allir gömlu staðirnir sem maður æfði á í upphafi heyra nú sögunni til. Ármannsheimilið, Orkulind (síðar kallað Steve-gym), Orkubankinn og Kjörgarður. Ég keyrði fram hjá húsinu í gær og ákvað að smella mynd af þessu húsi, sem gaf manni svo mikið. Far í friði.













0 Comments:

Post a Comment

<< Home