Sunday, May 29, 2011

Föstudagur

Mjög léttur dagur. Tók 60 kg í bekkpressu nokkur reps. Hvíli svo alveg í 8. daga fyrir mót.

Flosi fór í 200 kg á sinni síðustu æfingu fyrir Em á Írlandi. 8 dagar í mót hjá okkur Flosa, þs keppum á laugardegi eftir viku. Kári keppir í power á fimmtudegi.

Flosi tekur 200 kg hér:

Baldvin tekur le´tt Sling-Shot hér:

Miðvikudgagur

215 kg raw beygjur létt...

Mánudagur

190 kg bekkur....

Friday, May 20, 2011

föstudagur

Ólympískar hnébeygjur: 20, 40, 60, 80, 100, 110, 120 x 3, 130 kg x 3
Réttstöðulyfta í brók: 60, 100, 120, 160, 200, 220 x 1, 240 x 1, 260 x 1, 277 kg x 1
Réttstöðulyfta: 120 kg x 5 x 3
Stiff dedd: 130 kg x 5 x 2

Aukaæfingar: Niðurtog og magabrettið!

Þetta var síðasta "þunga" deddæfingin fyrir mótið tvö, þs 4, júní og 12 júní. Reyndi að hafa þetta frekar frískt, en þetta hefði alveg mátt vera léttara. Tók óvænt næturvakt á akútdeild nóttina áður og mátti ekki við því að missa tekjur. Tek bekk á mánudaginn og raw-powerbeygjur á miðvikudaginn með laufléttu deddi c.a 100 kg. Svo ætti maður bara að hvíla.

Gaurarnir á æfingunni voru sæmilega frískir. Baldvin fór í 200 kg á bekknum í einhverjum útbúnaði, víðum slopp plús "slingshot" en það hafðist ekki. Flosi fór í nýjan þröngan slopp en klúðraði æfingunni en hann tekur aftur þungt eftir viku. Kári kom með smá kjöt og sloppabekk, en hefði viljað taka 160 kg.

277 kg dedd hér:
Kári með 137.5 kg raw bekk hér:
Kári 150 kg bekkur hér:
Kári 155 kg bekkur hér:
Kári 160 kg bekkur hér:

Thursday, May 19, 2011

Miðvikudagur

Bekkur: 20, 40, 60, 80, 100x5
þröngur bekkur: 60, 80, 100 x 5
skábekkur: 40, 60, 80 x 5

Aukaæfingar: trysep, bysep og axlir frekar létt, Bara til að koma blóðinu á hreyfigu.

Æfingin tekin í WC enda æft mjög snemma á miðvikudegi. Tók m.a bekk með engum öðrum en Vidda Veiðihníf sem æfir stíft í WC. Fór svo í sundlaugarnar. Næsta bekk æfing er á mánudaginn

Hér má sjá merki Power Global Iceland sem Haukur Þvottur hannaði:

Monday, May 16, 2011

Mánudagur

Raw-powerbeygjur: 20, 40, 60, 80, 100, 130, 150, 160, 170, 180 kg x 3
Stiff-dedd: 60, 80, 100, 120, 140, 160 x 5

Sund með fjölskyldunni og heitir pottar og kom svo og kláraði æfinguna:

Good morning, hippi, trappatog osf.

Ágætisæfing, enda að koma úr hrikalegri vinnutörn. Tek síðustu þunga deddið næsta föstudag (meðalþungt) og síðastu þungu raw-beygjurnar í mánudaginn eftir viku. Svo verður bara dútlað fram að móti og síðasta vikan verður hvílt vel.

Kári er aðeins að koma til baka eftir smá erfiðleika. Hann tók 220 kg í beygjum og átti ágætis síðustu þungu réttstöðu fyrir Írland. Hann deddaði 240 kg frekar létt.

Kári 230 kg hér
Kári 240 kg hér

Friday, May 13, 2011

Föstudagur

Heigh-bar hnébeygja (beltislaus og óvafinn): 20, 40, 60, 80, 100, 120 kg x 5
Bekkpressa: 20, 40, 60, 80. 100, 110, 120, 130, 140 kg x2
Bekkpressa í bol á tvö búkka: 160, 180 x 2, 190 x1
Deddlift: 120, 150, 180, 200, 220, 240 kg x 3 (með böndum)
Dedd af búkka: 180, 200 kg x 5

Bara nokkuð frísk æfing. Ætlaði upphaflega að taka léttar beygjur og dedd á fimmtudegi og svo í brók eftir helgina, en hr. Steve stöðvarvörður var í miklu kasti á fimmtudaginn, þannig að ég ákvað að hvíla létta daginn og renna í gegnum allt prógrammið í dag (föstudag).

Bekkurinn: Er ekki ánægður með sloppabekkinn. Hef ekki sinnt honum eins vel og Flosi og Kári evrópufarar. Er skapi næst að keppa bara á kjötinu í bekknum í Írlandi. Gæti verið meiri áskorun, því EKKERT ANNAÐ EN HEIMSMET í deddi verður tekið á mótinu. Bekkurinn má helst ekki vera að þvælast of mikið fyrir mér.

Deddið: Lìtur vel út. Þrátt fyrir að 6. dagar séu frá síðasta móti þá fór ég í 240 kg á kjötinu 3 reps frekar öruggt.

Þriðjudagur

Bekkpressa: 20, 40, 60, 80, 100 kg x 5
Skábekkur: 40, 60, 80 kg x 5

Nokkrar aukaæfingar m.a axlir, trysep og bysep.

æfing tekin í WC. Næsti þungur bekkur átti að vera næsta föstudag.

Mánudagur

hnébeygja: 20,40, 60, 80, 100 kg 5x3
Deddlift: 60, 80, 120, 150 kg x5
stiff dedd 120 kg 3x5

Nokkrar aukaæfingar sem ég er búinn að gleyma. Var frekar frískur þrátt fyrir að hafa farið í gegnum heilt mót tveim dögum áður. Það gefur vissulega góð fyrirheit.

Saturday, May 07, 2011

Íslandsmót Raw í kraftlyftingum!

Mætti á mótið svona á báðum áttum eins og á síðasta móti. Var þó ákveðinn í að gera betur og ná í amk einn titil til að hressa andann. Var skráður í þrjú mót, power, bekk og dedd. Það kom í ljós að Bjarki Geysir dró sig úr keppni á síðustu stundu vegna meiðsla. Einnig voru nokkrir raf-molar ekki með, en sátu á áhorfendabekkjum einhverja hluta vegna. Þó voru mættir nokkrir ungir frískir strákar til að keppa við gamla manninn í 110 kg flokknum. Þeir kepptu þó í hinum ýmsu greinum

Keppendur mínir í 110 kg flokki voru: Ásmundur Gunnarsson bróðir Ara, en hann keppti í bekk og deddi, Andri Jakobsson efnilegur moli sem keppti í öllu, Helgi Guðvarðarsson hrikalegur moli sem keppti í öllu, Vilhjálmur Stefánsson gamall félagi sem keppti í deddi og bekk.

Hnébeygjur: 210 kg, 225 kg, og 235 kg. Var hrikalega sáttur við beygjurnar. Eftir að hafa klárað þær gerði ég mér grein fyrir að ég væri í baráttunni um gullið í tótali m.a við Helga.

Bekkur: 145 kg, 152.5 kg og 157.5 kg. Var sáttur við bekkinn. Hef ekki náð fyrri styrk, en bólgur í öxlum eru samt horfnar. Núna liggur leiðin bara upp á við í bekknum. Allar lyftur í gegn og niðurstaðan var bronz í bekk, en sigurvegari í bekknum varð Ásmundur með 165 kg.

Réttstöðulyfta: 255 kg, 272.5 kg og 290 kg sem fóru reyndar upp, en var sennilega réttilega dæmd ógild. Náði ekki að rétta nógu vel úr hnjám, en náði að mínu mati að rétta vel úr öxlum. Hrikalega svekkjandi að lenda í þessu aftur að klúðra lokalyftu, en þetta er nýtt vandamál sem verður að leysa fyrir Írland. Náði þó að vinna gull í deddi, sem vissulega var gleðilegt enda margir öflugir menn að keppa við mig. M.a Helgi sem tók 270 kg frekar öruggt. Niðurstaðan var svo silfur í samanlögðu, en Helgi Guðvarðarson sigraði flokkinn. 272.5 kg var þó bæting á eigin Íslandsmeti.

Að lokum: Fîn æfing, en vonbrigði með deddið, en hrikalega sáttur við góða bætingu í raw-beygjum. Því miður er ekki til video af 235 kg lyftunni, en hún var ótrúlega létt. Jakob Snær vafði mig fast og vel. Vonbrigði með deddið að klúðra útfærslu á 290 kg lyftunni sem hefði verið góð upprisa!

Niðurstaða: 235, 157.5 og 272.5 = 665 kg

290 kg deddið hér:
Úrslit í mótinu má nálgast hér:

Wednesday, May 04, 2011

Þriðjudagur

Bekkpressa: 20, 40, 60, 80, 100 kg x 1
þröngur bekkur: 60, 80, 90x3
Skábekkur: 40, 60, 80 x 3

Aukaæfingar: léttar axlir, trysep og bysep.

Ekki mikið tekið á. Mót á föstudag fyrirhugað. Hvílt: mið, fim og föstudag :)

Mánudagur

Powerbeygjur óvafinn: 20, 40, 60, 80, 100, 120, 140 x 3
deddlift: 110 kg x 5
stiffdedd 80 kg x 5

aukaæfingar: goddmorning og hippi

Létt æfing. Hugsanlega mót á laugardegi og því ekki mikil átök.

Föstudagur

Power-hnébeygja óvafinn: 20, 40, 60, 100, 120, 140 x 3
Deddlift: 80, 100, 120, 160, 200, 220, 240, 255x1
Búkki: 100, 120, 140, 160 x 8 (fyrir Steve)

Aukaæfingar: Stiffdedd, good morning og hippi.

Þetta var þreyturæfing sem tekin var beint á eftir næturvakt. 255 kg var frekar þreytt og gaf ekki góð fyrirheit fyrir Raw mótið viku seinna. Hér má hins vegar sjá sögulegan viðburð, því ég er sennilega fyrsti maðurinn til að taka fjórar 50 kg pönnur í stöðinni. (nýju lóðin)

220 kg hér:
240 kg hér:
255 kg hér:

Miðvikudagur

Bekkpressa: 40. 60, 80, 100, 120, 130, 140 x2
þröngur bekkur: 8ö, 100, 110, 120 x 3
Skábekkur: 40, 60, 80 x 5

Aukaæfingar eftir hentugleika