Mætti á mótið svona á báðum áttum eins og á síðasta móti. Var þó ákveðinn í að gera betur og ná í amk einn titil til að hressa andann. Var skráður í þrjú mót, power, bekk og dedd. Það kom í ljós að Bjarki Geysir dró sig úr keppni á síðustu stundu vegna meiðsla. Einnig voru nokkrir raf-molar ekki með, en sátu á áhorfendabekkjum einhverja hluta vegna. Þó voru mættir nokkrir ungir frískir strákar til að keppa við gamla manninn í 110 kg flokknum. Þeir kepptu þó í hinum ýmsu greinum
Keppendur mínir í 110 kg flokki voru: Ásmundur Gunnarsson bróðir Ara, en hann keppti í bekk og deddi, Andri Jakobsson efnilegur moli sem keppti í öllu, Helgi Guðvarðarsson hrikalegur moli sem keppti í öllu, Vilhjálmur Stefánsson gamall félagi sem keppti í deddi og bekk.
Hnébeygjur: 210 kg, 225 kg, og 235 kg. Var hrikalega sáttur við beygjurnar. Eftir að hafa klárað þær gerði ég mér grein fyrir að ég væri í baráttunni um gullið í tótali m.a við Helga.
Bekkur: 145 kg, 152.5 kg og 157.5 kg. Var sáttur við bekkinn. Hef ekki náð fyrri styrk, en bólgur í öxlum eru samt horfnar. Núna liggur leiðin bara upp á við í bekknum. Allar lyftur í gegn og niðurstaðan var bronz í bekk, en sigurvegari í bekknum varð Ásmundur með 165 kg.
Réttstöðulyfta: 255 kg, 272.5 kg og 290 kg sem fóru reyndar upp, en var sennilega réttilega dæmd ógild. Náði ekki að rétta nógu vel úr hnjám, en náði að mínu mati að rétta vel úr öxlum. Hrikalega svekkjandi að lenda í þessu aftur að klúðra lokalyftu, en þetta er nýtt vandamál sem verður að leysa fyrir Írland. Náði þó að vinna gull í deddi, sem vissulega var gleðilegt enda margir öflugir menn að keppa við mig. M.a Helgi sem tók 270 kg frekar öruggt. Niðurstaðan var svo silfur í samanlögðu, en Helgi Guðvarðarson sigraði flokkinn. 272.5 kg var þó bæting á eigin Íslandsmeti.
Að lokum: Fîn æfing, en vonbrigði með deddið, en hrikalega sáttur við góða bætingu í raw-beygjum. Því miður er ekki til video af 235 kg lyftunni, en hún var ótrúlega létt. Jakob Snær vafði mig fast og vel. Vonbrigði með deddið að klúðra útfærslu á 290 kg lyftunni sem hefði verið góð upprisa!
Niðurstaða: 235, 157.5 og 272.5 = 665 kg
290 kg deddið
hér:Úrslit í mótinu má nálgast
hér: