Bigarmót Metal
Bikarmót Metal var eiginleg lokaæfing fyrir Vegas. Ekki verða fleirri toppar teknir og því lét maður tilleiðast og skráði sig til keppni. Þorði ekki að keyra í gegnum mótið af fullu afli, en ákvað að vera með í hnébeygjunum til að vera með í keppninni. Svo reiknaði maður með bætingum í bekkpressu og réttstöðunni.
Hnébeygja: Endaði í 225 kg í hnébeygjum. Átti í vandræðum með dýptina og fékk því tilraun tvö ógilda. Er nokkuð viss um að taka 240-50 kg ef maður þá á annað borð toppar út í Vegas.
Bekkpressa: Tók 185 kg létta fyrstu tilraun. Fór svo beint í 200 kg. Eftirá að hyggja hefðu maður bara átt að setja 195 kg í annari og taka svo 202.5 kg í þriðju. Fyrri tilraunin við 200 kg var ekki nógu vel útfærð og lyfti aðeins fjósinu. Annars er þessi 200 kg ekkert mál. Hef tekið 200 kg það oft að ég hef ekki tölu á, þótt ekki hafi ég fengið það gilt á móti ennþá. Tilraun tvö var bara þokkaleg og sloppurinn er hólkvíður á mér. Þyrfti kannski að breyta stýlnum örlítið. Þetta er bencherbolur frá Metal númer 56, en ég er enn að bíða eftir 54 númerinu sem ég á að fá fyrir þann sem sprakk um daginn.
Réttstöðulyfta: Fór í fyrstu tilraun í 265 kg létt. Fór svo beint í bætingu 285 kg sem fór lipurlega upp. Fór svo beint í 660 pundinn, en þau fóru ekki upp í dag. Hefði átt að sýna meiri skynsemi og taka 290-295 kg í þriðu tilraun og vera ekki svona "obsessed" á 300 kg múrnum. Hann bara kemur þegar hann kemur.
Að lokum: Þetta mót var fín lokaæfing fyrir Vegas. Gerði nokkur mistök sem gerðu mann pirraðann langt fram á næsta dag. Auðvelt að vera gáfaður eftirá, því ef maður hefði kannski tekið á fullu afli í hnébeygjum. Sýnt smá skynsemi í bekkpressu og réttstöðulyftu hefði maður tekið þyngstu lyftur mótsins í samanlögðu og eflaust unnið sjálfan stigabikarinn. Þá hefði þetta litið eitthvað svona út:
Hnébeygja 240 kg, Bekkpressa 195 kg og réttstöðulyfta 292, 5 kg eða samanlagt: 727,5 kg, sem hefði verið mesta þyngd mótsins. Ég átti samt næst mestu bekkpressu mótsins eftir Þór Sigurðsyni og næstsmesta dedd mótsisn eftir Bjarka Hrika!
Annars var mótið flott og margir nýmolar áttu gott mót. Þór Sigurðsson er athyglisverður moli sem vann stigabikarinn. Þröstur Ólason er heimsklassa unglingur og margir aðrir komu á óvart. Vonbrigði mótisins eru væntanlega hjá undirrituðum, þeim bræðrum Bjarka Hrika og Sigurjóni sem oft hafa gert betur og svo hjá Fjölni Teygjutvister sem ætlaði sér líka mun betri hluti. það kemur vonandi í Vegas hjá okkur báðum, enda erum við enn á ný reynslunni ríkari.
Setti samt ágætt öldungamet í réttstöðu í flokki 40 ár plús hjá Metalsambandinu. Átti fyrri tvö metin, 270 kg og 275 kg frá því í Amsterdam (var aldrei skráð). Þess ber að geta að ég á líka metið í 100 kg flokki, en það er bara 252, 5 kg, sett í vor, þegar ég tvíbætti met Svavars Smárasonar.
Úrslit hér:
Þyngra hollið í réttstöður hér:
Léttara hollið í bekkpressu hér:
Þyngra hollið í bekkpressu hér:
Hnébeygja: Endaði í 225 kg í hnébeygjum. Átti í vandræðum með dýptina og fékk því tilraun tvö ógilda. Er nokkuð viss um að taka 240-50 kg ef maður þá á annað borð toppar út í Vegas.
Bekkpressa: Tók 185 kg létta fyrstu tilraun. Fór svo beint í 200 kg. Eftirá að hyggja hefðu maður bara átt að setja 195 kg í annari og taka svo 202.5 kg í þriðju. Fyrri tilraunin við 200 kg var ekki nógu vel útfærð og lyfti aðeins fjósinu. Annars er þessi 200 kg ekkert mál. Hef tekið 200 kg það oft að ég hef ekki tölu á, þótt ekki hafi ég fengið það gilt á móti ennþá. Tilraun tvö var bara þokkaleg og sloppurinn er hólkvíður á mér. Þyrfti kannski að breyta stýlnum örlítið. Þetta er bencherbolur frá Metal númer 56, en ég er enn að bíða eftir 54 númerinu sem ég á að fá fyrir þann sem sprakk um daginn.
Réttstöðulyfta: Fór í fyrstu tilraun í 265 kg létt. Fór svo beint í bætingu 285 kg sem fór lipurlega upp. Fór svo beint í 660 pundinn, en þau fóru ekki upp í dag. Hefði átt að sýna meiri skynsemi og taka 290-295 kg í þriðu tilraun og vera ekki svona "obsessed" á 300 kg múrnum. Hann bara kemur þegar hann kemur.
Að lokum: Þetta mót var fín lokaæfing fyrir Vegas. Gerði nokkur mistök sem gerðu mann pirraðann langt fram á næsta dag. Auðvelt að vera gáfaður eftirá, því ef maður hefði kannski tekið á fullu afli í hnébeygjum. Sýnt smá skynsemi í bekkpressu og réttstöðulyftu hefði maður tekið þyngstu lyftur mótsins í samanlögðu og eflaust unnið sjálfan stigabikarinn. Þá hefði þetta litið eitthvað svona út:
Hnébeygja 240 kg, Bekkpressa 195 kg og réttstöðulyfta 292, 5 kg eða samanlagt: 727,5 kg, sem hefði verið mesta þyngd mótsins. Ég átti samt næst mestu bekkpressu mótsins eftir Þór Sigurðsyni og næstsmesta dedd mótsisn eftir Bjarka Hrika!
Annars var mótið flott og margir nýmolar áttu gott mót. Þór Sigurðsson er athyglisverður moli sem vann stigabikarinn. Þröstur Ólason er heimsklassa unglingur og margir aðrir komu á óvart. Vonbrigði mótisins eru væntanlega hjá undirrituðum, þeim bræðrum Bjarka Hrika og Sigurjóni sem oft hafa gert betur og svo hjá Fjölni Teygjutvister sem ætlaði sér líka mun betri hluti. það kemur vonandi í Vegas hjá okkur báðum, enda erum við enn á ný reynslunni ríkari.
Setti samt ágætt öldungamet í réttstöðu í flokki 40 ár plús hjá Metalsambandinu. Átti fyrri tvö metin, 270 kg og 275 kg frá því í Amsterdam (var aldrei skráð). Þess ber að geta að ég á líka metið í 100 kg flokki, en það er bara 252, 5 kg, sett í vor, þegar ég tvíbætti met Svavars Smárasonar.
Úrslit hér:
Þyngra hollið í réttstöður hér:
Léttara hollið í bekkpressu hér:
Þyngra hollið í bekkpressu hér: