Saturday, July 25, 2009

Evrópumótið í kraftlyftingum

Það skrítna gerðist á Evrópumótinu að Masterinn lyfti mestri þyngd í réttstöðulyftu öldunga. Ég vann minn aldursflokk, en lyfti einnig meira en hinir sjö keppinautar mínir í réttstöðunni í flokki 40 ára og eldri. Í kraftlyftingakeppninni sjálfri voru einungis tveir öldungar af sextán sem lyftu meiru en ég í réttstöðu, en þeir voru Peter Bongegers frá Hollandi með 310 kg og David Carter frá Bretlandi með 320 kg. Fyrir utan árangur David Cartes, sem var sterkasti deddarinn á mótinu, þótt hann væri orðinn 62. ára, þá var réttstöðulyftu standartinn skelfilegur. Það væri frábært ef íslensku strákarnir kæmu og sýndu heimnum hvernig á að taka réttstöðulyftu á HM í Vegas í nóvember, m.a þeir Benedikt Magnússon, Palli Fermeter og einhverjir fleirri. Svo kæmu Fúsdalurinn og Borgarnesbollan og sýndu beygjur vel yfir 400 kg auk þess sem Fúsdal myndi taka yfir 330 kg í bekkpressu. Úrstinn í réttstöðulyftunni í öldugaflokki karla á EM í Amsterdam urðu þessi:

AGE BDW. Name Age Class Competition Category Nation
1. 43 106,80 Gunnar F Runnarsson M40-44 Deadlift-110 ICE 275 kg
2. 43 96,30 Waldemar FreibergM40+ Deadlift -100 GER 260 kg
3. 45 96,60 Peter Malfa M45+ Deadlift -90 GER 250 kg
4. 53 72,30 Martin Heindl M50-54 Deadlift -75 AUT 225 kg
5. 48 151,00 Richard Fricker M45-49 Deadlift 140+ GB 225 kg
6. 53 74,20 Calin Eschenasy M50+ Deadlift -75 GER 217.5kg
7. 47 82,10 Stefan Hillen M45+ Deadlift -82,5 GER 185 kg
8. 50 66,90 Salih Meryem M50+ Deadlift -67,5 GER 140 kg

Það gerist sennilega ekki aftur að Masterinn verði með mestu réttstöðulyftu í öldungaflokki á stórmóti. Á HM í Vegas mun það varla gerast að hann verði einu sinni efstur af Íslendingunum, enda munu þar mæta til leiks Magister Cat í sínu bezta formi, Jón Bóndi, Jói Málari og sjálfur Magnús Ver svo fáeinir öldungar séu taldir upp. Á mótinu í Amsterdam átti ég við algjöra járnkarla að etja eins og Peter Malfa, Waldemar Freiberg, sem m.a á 240 kg í bekkpressu og heljarmennið breska Korntoppinn Richard Fricker, sem á mörg heimsmet öldunga hjá WPF sambandinu. Calin Eschenasy frá Þýskalandi hefur sennilega verið með bestana árangur, þegar tilit er tekið til þyngdarflokka og aldurs, en Sir Magister Cat hefði tekið þann titil ef hann hefði mætt til leiks í réttstöðulyftunni eingöngu. Hins vegar gleymdist að afhenda verðlaun fyrir beztan árangur í réttstöðu, sem er í takt við standartinn í deddinu í evrópu.

Þessir tveir heiðurmenn lyftu meiru í réttstöðu, en þeir kepptu ekki í réttstöðulyftumótinu sjálfu, heldur í öllum greinum kraftlyftinga.

114,40 Peter BongersM40-44Powerlifting- 125NL 310 kg
122,90 David CarterM60-64Powerlifting- 125GB 320 kg

David Carter á sjötugsaldri tekur 320 kg hér:
Gunz tekur upphitun & 250 kg hér:
Gunz tekur 275 kg hér:
Gunz reynir við 290 kg hér:
Heljarmennið Richard Fricker (GB) deddar hér:
Peter Malfa (Ger) deddar hér:
Alexander (Bul) deddar 295 kg hér:
Kári tekur 240 kg hér:
Kári tekur 220 kg hér:

Úrslitin á Evrópumótinu má nálgast hér:

Ef ég hefði tekið 290 kg í réttstöðu þá hefði það sennilega verið 4-5 mesta þyngd mótsins. Það skal einnig taka fram að 275 kg hefði orðið þriðji bezti árangur í opnum flokki karla í réttstöðulyftumótinu, en einungis Búlgarinn Kyurchev og Rússinn Pryakin lyftu meiri þyngd eða 295 kg. Þyngdin hefði að sjálfsöðu líka dugað til Evrópumeistaratitils í opnum flokki í 110 kg flokki, en 275 kg hefður nægt til að vinna Evrópumeistarann Oliver Glanzer. Sextán keppendur kepptu í öldungaflokkunum í power karla og átta keppendur kepptu í sérstöku réttstöðulyftumóti í öldungaflokki karla og níu í opnum flokki karla. Alls voru keppendur á evrópumótinu um 130 manns. Tuttugu-og-einn öldungur kepptu sérstaklega í bekkpressu karla í öldungaflokki. Þar var Ingvar Ingvarsson með besta afrekið þegar hann tók mestu þyngd mótsins yfir alla flokka. Einungis einn keppandi tók sömu þyngd og Ingvar en það var Bernard Delany frá Írlandi en hann tók 260 kg í 90 kg flokki eða 850 kg í samanlögðu.

Richard Fricker er heljarmenni að burðum, en átti ekki roð í Materinn í réttstöðulyftumótinu. Fricker vann þó þyngsta flokkinn með glans! Masterinn var mjög spældur að hafa ekki náð að taka 290 kg í deddinu og hefði þá með því tekið eitt mesta dedd mótsins í öllum flokkum!
Richard Fricker hér:
Kraftaheimar.net hér:

Fyrsta æfingin

Fyrsta æfingin eftir evrópumótið & Guttorms & Íslandsmótið í deddi var í World Class í gær föstudaginn 24 júlí.

Hnébeygja 130 kg x3
Réttstöðulyfta 170 kg x3

Þetta var svona létt æfing, en í vetur er hugmyndin að toppa á réttum tíma, þs á HM í Vegas í nóvember. Aukaæfingar voru m.a, róður, niðurtog, fótrétta osf. Á meðan ég æfði voru Begga & Siggi í barnaössun hjá WC. WC er góður staður að því leitinu að hægt er að æfa við erfiðar aðstæður þs þegar maður er með tvo lítil kríli allan daginn. Fékk meira að segja harðsperur eftir hnébeygjuna, enda lítð tekið af beygjum síðustu vikur og mánuði. En fyrir Vegas verður hins vegar allt sett á fullt. Stefni á að keppa í öllum greinum ef gamla gigtin tekur sig ekki upp. Annars bara réttstaðan og kannski bekkpressa. Hlakka mikið til að fá að prófa eitt HM mót áður en maður snýr sér að boccia.
HM í pover hér:

Tuesday, July 21, 2009

Guttormsmótið og réttstöðumótið

ÍKF METAL hélt Íslandsmót sitt í réttstöðulyftu og Guttormsmótið á Eiðistorgi í laugardag. Árangurinn í réttstöðulyftu ollu manni nokkrum sárindum, enda var stefnan tekin á að taka milli 280-290 kg þennan dag, ef ekki meira. Í bekkpressunni var maður sáttur, enda tók maður ekki minna en það sem maður tók mest á æfingu fyrir Amsterdam. Svo er líka kominn tíma á sloppakaup. Einhvern slopp sem gefur manni meira. Heimsmetsloppur Ingvars er ágætur, en er orðinn helst til víður. Úrslit hér:

Æfingar

Æfingar milli móta voru ekki margar. Á þrem vikum mætti ég á eina þþunga æfingu í hvorri grein. Siðan var verið að leika sér í World Class með það að markmiði að þreyta sig ekki of mikið. Mest var farið í 180 kg í bekknum í slopp & 240 kg í réttstöðulyftu.

Thursday, July 09, 2009

Guttormsmótið

Keppnistímabilið hjá mér klárast 18. júlí á Guttormsmótinu svokallaða, þs Íslandsmótinu í réttstöðu & pull and push móti, þs sameiginlegur árangur í bekk og réttstöðulyftu. Hef ekki hugmynd um hvort maður geti eitthvað á mótinu, enda orðið hálfgert spennufall eftir að hafa sigrað evrópu. Planið er samt að bæta sig í réttstöðu. Reyna við 285 kg í þriðju og síðustu tilraun og kannsi meira. Kannski fær maður aukatilraun vegna öldungamets, en ég hef væntanlega slegið eigið öldungamet úti í Amsterdam, þegar ég tók 275 kg í deddinu. Fyrra met mitt í flokki 40-44 ára í 110 kg flokki var 270 kg. Í bekknum er ég ekki eins bjartsýnn. Tók æfingu í heimsmetsbolnum, þs bolnum mínum sem Ingvar setti heimsmetið í um daginn. Ég tók 180 kg á miðvikudaginn, en vildi ekki þreyta meig meira. Slopurinn er ekki að gefa mér mikið úr því ég fór auðveldlega niður með 120 kg í upphitun. Tek varla meira en 190 kg í svona víðum slopp og því verða bætingar í bekkpressu að bíða betri tíma (& betri sloppa). Þetta verður samt góður endir á erfiðum meiðslavetri. Nú hefst uppbygging aftur!

Sunday, July 05, 2009

Pistill frá Evrópumóti

Ég sá ekki eftir því að hafa farið á Evrópumót WPF í kraftlyftingum. Loksins lét maður verða af því að fara á mót erlendis. Loksins þegar maður er orðinn gamall og kominn með fjölskyldu og áhugamálunum ætti sjálfkrafa að fækka, þá lét maður verða af því.

Maður æfði nokkuð vel síðustu vikurnar, en þetta voru ekki margar vikur, því það er ekki langt síðan maður gat varla hreyft löppina vegna slitgigtar. Því var markið sett á að taka nálægt 300 kg í réttstöðulyftu og 200 kg í bekkpressu. Ég var ekki langt frá því marki, en réttstöðulyftan var reyndar mun betri hjá mér á mótinu.

Tók 275 kg í annar tilraun og fór svo beint í bætingu 290 kg. Held að það hafi ekki vantað mikið upp á því þegar ég er kominn með þyngdina yfir hné, þá næ ég alltaf að klára lyftuna með mínar sterku greipar og útréttingu. Stíllinn hjá mér er sagður lélegur, en ég byrja alltaf að toga með bakið bogið. Sést ekki vel fyrr en þyngdin er orðin of mikil. 290 kg & 300 kg verða því að bíða um hríð, en áhuginn er kominn aftur.

Í bekknum ætlaði ég mér alltaf að taka á milli 190 kg - 200 kg. Ég æltaði að byrja á 180 kg og hoppa síðan í 190 kg, en mjög erfiðar aðstæður á mótstað, m.a hiti og undangengin réttstaða fékk mig til að lækka mig í 170 kg. Ég gerði fyrstu tilraunina ógilda, m.a hélt ég of gleitt. Ákvað því að taka öryggið og fara aftur í sömu þyngd og gera það almennilega. Í þriðju tilraun stökk ég hins vegar í 200 kg, sem reyndist vera allt of mikið stökk. Hafði reyndar tekið góðan bekk vikurnar fyrir, en hefði eftirá að hyggja átt að taka 190 kg í þriðju tilraun.

Ég vil þakka félögum mínum á mótinu fyrir ómetanlega aðstoð á mótinu, en við hjálpuðum hver öðrum á mótinu. Einng kom Birgir Þorsteinsson mjög flott inn og var með ómetanlega aðstoð, auk þess sem félagi hans aðstoðaði einnig í bekkpressunni. Einnig var Skemmujarlinn, Gunnar Ólafsson algjör bjargvættur, en hann kom með félaga sínum Ingimundi Ingimundasyni frá Danmörku. Allir eru þessir menn gamlar kempur í sportinu með vel yfir 800 kg í samnlögðu. Reynsla þeirra var ómetanleg.

Maður getur varla verið að hætta núna, því þótt maður sé tvöfaldur evrópumeistari í bekk & deddi í flokki 40-44 ára, þá var árangur sjálfur ekki alveg nógu góður. Ég var þó með mesta deddið í flokki 40 ára plús. Einungis David Carter lyfti meria, en hann keppti ekki í réttstöðulyftunni eingöngu, heldur keppti hann í öllum greinunum. Lyfta mín var sú sjöunda besta yfir allt mótið, þannig að ef maður hefði náð að lyfta 290-300 kg eins og maður dreymdi um hefði maður verið með eitt mest dedd mótsins.

Því er það ákveðið að hætta ekki fyrr en eftir Akureyri 2010. Í millitíðinn skreppur maður til Vegas og tekur eitt HM.

Birgir Þorsteinsson (Litli Fúsi), reyndist svo sannarlega betri en enginn. Sérstaklega þegar Ingvar Ingvarsson fór í þrjár heimsmetstilraunir í bekkpressu. Birgir er búsettur í Amsterdam.

Friday, July 03, 2009

Fleirri myndbönd

Myndbönd

Hermann tekur upphitun hér:
Hermann tekur 195 kg hér:
Hermann reynir við 207.5 kg hér:
Hermann reynir aftur við 207.5 kg hér