Saturday, August 30, 2008

30 ágúst

Íslandsmótið í réttstöðu

230 kg
255 kg
272. kg náði ekki að lyfta

Ég keppti í 110 kg flokki og vorum við tveir í flokki. Ég slapp við að mæta mínum gömlu félögum. Sigurjón Miðnæturdeddari setti glæsilegt Íslandsmet í 100 kg flokki, þegar hann lyfti 287.5 kg. Bjarki Hriki og Sverrir voru mættir í 125 kg flokkin og náði Sverri að sigra hann eftir snarpa viðureign. Andstæðingur minn hét Bjarki Ívarsson og náði hann að bæta sinn persónulega árangur. Ég náði þó að lyfta meira en hann í dag. Ég reyndi við 272.5 kg og hefði það gefið mér Íslandsmet öldunga hjá Metalsambandinu. Það gekk ekki að þessu sinni.

Sir Magister Cat og Már Óskarsson kepptu m.a í léttari flokkunum. Gaman var að sjá endurkomu þessara gömlu kempna. Magisterinn lyfti 250 kg, en vann sinn flokk nokkuð örugglega.

Ég var að sjálfsögðu mjög ánægður með Íslandsmeistaratitilinn og verðlaunabikarinn, en var auðvitað ekki eins sáttur við árangurinn í kílógrömmum. Það gengur bara betur næst.


Eitt gott mót og eitt lélegt...Það er málið!

Þorvaldur Krisbergsson (Valdi Bolla) sigraði glæsilega í sínum flokk og fékk auk þess stigabikarinn.

27. ágúst

Bekkpressa 100 kg 3x5
þröngur bekkur 100 kg 5. resps
axlarpressa með dumbell 20 kg 8 reps

aukaæfingar....

Aftur var tekin létt æfing. Nú voru bara þrír dagar í réttstöðulyftumótið. Ekki var hægt að bakka út úr mótinu lengur, enda er maður ekki vanur því að hætta við eftir að maður er búinn að skrá sig.
Maður hefur líka gott af því að vera flengdur. Á Íslandsmóti Metal í vor endaði ég í fjórða sæti og var allt annað en ánægður. Var staðráðinn í að bæta mig í öllum greinum sem ég og gerði. Á því móti bætti ég mig úr 680 kg í 715 kg. Það að tapa hleypti bara illu / góðu blóði í mig. Var staðráðinn í að gera betur næst.

Eitt gott mót og eitt lélegt...Það er málið!

25. ágúst

Hnébeygjur 100 kg 3x5
Réttstöðulyfta 120 kg

Aukaæfingar....

Tekið var létt æfing í dag. Fimm dagar voru í réttstöðumótið og nú átti maður að vera ferskur. Silfur á mótinu verður líklegasta niðurstaðan. Gullið verður víst að bíða um sinn.
Gott silfur er gulli betra sögður strákarnir okkar í handboltanum

Sunday, August 24, 2008

21. ágúst

Bekkpressa 120 kg 3x3
þröngur bekkur 100 3x5
hnakkapressa 60 kg 6 reps

aukaæfingar....

Núna er rúmlega vika í Íslandsmótið í réttstöðu. Ekki er maður bjartsýnn á gullið í ár, þótt ég sé ennþá skráður einn í 110 kg flokkinn. Líklegast verður maður að mæta sjálfum Miðnæturdeddaranum. Miðnæturdeddarinn tók sig til og reif upp 320 kg, sem er yfir sjálfu heimsmeti WPF í kraftlyftingum. Sennilega opnar karlinn á heimsmeti. Sagt var að Grjóni fengi oft þriðju hendi að láni frá foringjanum, þs foringinn hjálpaði til við lyftuna. Ekkert bendir þó til þess það sé stundað að þessu sinni og líkleg mun Íslandsmet Metal í 100 kg flokki falla og heimsmetið í kjölfarið.

Ekki á ég heldur mikla möguleika í Sverri Sigurðs eða Bjarka Hrika, sem taka líka vel yfir þjúhundruð kíló ef ég þekki þá rétt. En í sárabætur mun ég hins vegar reyna við öldungamet Metals í 100 kg flokki eða 110 kg flokki. Metið í 100 kg flokki er 270 kg og á ég það sjálfur. Öldungametið i 100 kg flokki ætla ég mér líka að eiga sjálfur. Ég fæ því sennilega bara silfurpening eins og handboltamennirnir okkar. Svo er auðvitað stefnan að vinna þessa karla á HM í Vín í nóvember.

Já, þið lásuð rétt. Karlinn á sér draum um að keppa á Heimsmeistaramóti. Kannski bara draumur, en maður veit aldrei hvað gerist.....

Tuesday, August 19, 2008

19. ágúst

Hnébeygja 120 kg 2x3
Réttstöðulyfta 240 kg
Réttstöðulyfta af búkka m.a 180 x3

Aukaæfingar.....

Hnébeygjan var tekin með stöngina uppi og einungis upphitun fyrir deddið. Deddið var tekið með stálbrók og belti, en lyftan var létt og fersk. Hef enga trú á að rembast rétt fyrir mót. Lyftan bendir til þess ég ætti að taka 260 kg eða meira 30. ágúst. Búkkadeddið var tekið án beltis að sjálfsögðu. Á æfingu voru m.a mættir Ólympíumeistarinn Vignir, Former World Strongest Magnús Magnússon, Flosi og Helgi Hauks osf. Síðan fóru molarnir að tínast inn í gymmið.

The image “http://www.gasolinealleyantiques.com/celebrity/images/TV/simpson-chess1.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.

Saturday, August 16, 2008

15. ágúst

Bekkpressa 120 kg 3x2
þröngur bekkur 110 kg 3x3
hnakkapressa 60 kg 3x5

Aukaæfingar.....

Það er dálítið erfitt að komast í fíling og sem dæmi eru æfingafélagarnir núna farnir að æfa á mismunandi tímum. Jafnvel þeir sterkustu glíma nú við meiðsl og Pétur Bruno er m.a illa meiddur eftir sterkt kraftamót í útlöndum.

Núna er bara að fækka repsum og vera ferskur. Fór í heimboð til Sir-Magisters í gær þar sem Baldvin bekkur var og spjallað var um nýjar áheyrslur í bekkpressunni. Kannski er sniðugt að æfa með keðjum, teygjum og búkkum. Jafnvel að taka hálfa hreyfinguna. Baldvin vildi meina að hrein bekkpressuhreyfing væri ekki nógu sniðug. Gott væri að æfa bekkinn í pörtum...

Hitti Vidda hníf í kolaportinu um daginn. Hann leit bara vel út og ætlar að eiga comeback í pávernum fljótlega. Hann sagðist vera að taka í því í World Class

Wednesday, August 13, 2008

13. ágúst

Hnébeygja 120 kg 3x3
réttstöðulyfta 200 kg 2x2

Síðan var tekin lappapressa, fótréttur, haminn og lítilræði. Enn var gífuleg ferðaþreyta í skrokknum eftir að hafa farið á heimskautaslóðir. Fréttin um að Sigurjón Miðnæturdeddari sé í gífurlegum bætingarham er ekki til að byggja upp sjálfstraustið. Kannski er maður bara best geymdur með silfrið um hálsinn.

Sigurjón Miðnæturdeddari verður að öllum líkindum í keppni við karlinn í lok ágúst. Hann er líklegur sigurvegari í 100 kg flokki.

12. ágúst

Bekkpressa 100 kg 3x5
þröngur bekkur 90 kg 3x5

Aukaæfingar það sem var í boði í litla vinnustaðagymminu. Var í raun örþreyttur eftir Grænlandsferðina um helgina. Ungu mennirnir héldu fyrir manni vöku með drykkjulátum. Ferðin samt ógleymanleg.

Wednesday, August 06, 2008

6. ágúst

Réttstöðulyfta 170 kg 3x3
Róður 80 kg 3x10

Það er dálítið erfitt að taka réttstöðulyftu með ferköntuðum lóðum, en maður lét sig hafa það. Ýmsar aukaæfingar voru teknar í litla spítalagymminu. Engir voru æfingafélagarnir í dag og fatafellan frá því deginum áður lét ekki sjá sig því miður. Skrapp svo eftir æfingu í kaffi á deildina og svo kíkti ég í Hondaumboðið til að skoða mótuhjól. Talaði þó ekki við sölumennina, enda vilja þeir ekki tala við mig. Gerði tilboð í gamalt Honda hjól deginum áður, en það var þó algjört undirboð og því var snarlega hafnað í bili. Get hugsað um móturhjól og lyftingar þegar ég fer til Grænlands á næstunni. Og kannski rekst maður á einn vænan hvítabjörn. Þá verð ég kannski að éta allt ofan í mig sem ég sagði um daginn, já sussum svei.

Gott að vera hættur í ruglinu maður. Svona myndir verða ekki endurteknar sem betur fer. Hún er tekin á Búðum á Snæfellsnesi í einhverri fillerísferðinni. Myndin er tekin á gamla hótelinu sem brann hérna um árið. En ég kveikti ekki í því, það get ég svarið.


5. ágúst

Bekkpressa 100 kg 3x5
þröngur bekkur 90 kg 3x5
axlapressa 20 kg 3x8

Aukaæfingar í hefbundnum stíl. Í þessari viku hef ég engan stað til að æfa á. Silfursport er lokað þessa vikuna vegna sumarleyfa. Háskólagymmið er líka lokað, auk þess sem Big-daddy gymmið er einnig lokað. Ekki kom til greina að æfa á öðrum stöðum. Því var haldið Kleppsgymmið á bekkpressuæfingu. Það skýrir kannski enn eina skúnkaæfinguna. Masterinn æfir alltaf einn í Kleppsgymminu, en í þetta skiptið birtist óvænt austurevrópsk einkunnargjöf sem fór að afklæða sig fyrir framan Masterinn. Síðan tók stúlkan hálftíma æfingu á hlaupabrettinu. Vægast sagt skemmtileg tilbreyting. Kannski maður taki fleirri æfingar í vinnustaðagymminu? Veit þó ekki hver þessi yngismær var, þvottakona, hjúkrunarfræðingur eða læknir? Kannski bara draugur?

Næsta æfing verður deddæfing í Kleppsgymminu, en í næstu viku opnar Silfursportið aftur. Þá fær maður kannski að hitta félagana aftur.

Skák og kraftlyftingar&lyftingar hafa löngum farið vel saman. Mörg þekkt dæmi er um menn sem hafa náð þokkalegum árangri í báðum greinum. Vegna eðlis þeirra er jafnvel hægt að keppa í báðum greinum á sama tíma. Hér má m.a sjá þrjá þekkta bréfskákmenn. Baldvin Bekk, Sir-Magister og Master. Baldvin Bekkur hefur á skömmum tíma náð ótrúlegum árangri í bréfskákinni. Hann er alltaf sterkur karlinn og gæti auðveldlega rúllað skúnki eins og Masternum upp í bekkpressunni. Jafnvel þótt hann hafi ekki snert stöng svo mánuðum skipti. Hann er einnig á góðri leið með að verða alþjóðlegur meistari í bréfskák. Baldvin varð fyrsti Íslendingurinn til að taka 250 kg í bekkpressu. Mjög fáir hafa leikið það eftir þrátt fyrir bættan útbúnað í bekkpressunni.

Baldvin er fyrir miðju á myndinni. Ef rýnt er vel á myndina má sjá annan hrikalegan kappa, en það er sjálfur Big Ben. Ekki er vitað hvað Big Ben hefur af eló-stigum, en hann gæti á góðum degi tekið yfir 300 kg í bekkpressunni.

Saturday, August 02, 2008

1. ágúst

Réttstöðulyfta 230 kg 2 reps
vinnusett 180 kg 3x3

Aukaæfingar, fótapressa, fótréttur, niðurtog, róður, og ýmsar æfingar til að sjokkera skrokkinn. Fyrra repsið með 230 var svo sem í lagi, en stefnt er að því að taka 240 kg í næstu viku.

Því miður kom pínulítið bakslag í seglin. Bakslagið var auðvitað vegna hitabylgjunnar sem geysað hefur á Íslandi síðustu daga. Slakað var vel á í Hveragerði í vikunni og æfingar hafa verið frekar lítilfjörlegar. Stefnt er að því að taka 260 kg eða meira á Deddmóti aldarinnar í lok ágúst. Ef ég tæki meira en það væri bara umfram bónus. Stefnt er að því að vera í besta formi æfinnar í nóvember.
260 kg, 210 kg & 300 kg = 770 kg!

31. júlí

Bekkpressa 120 kg 3 reps
þröngur bekkur 90 kg 5 reps

Aukaæfingar teknar meðan tími leyfði. Mættir voru margir af sterkustu mönnum landsins. Menn voru auðvitað í misgóðum fíling eins og gengur. Enn einn léttur dagur, því það átti að taka réttstöðulyftu daginn eftir. Æfa átti þrjá daga í röð.

Bekkpressan er vonandi öll að koma til. Vonandi fer maður að klára tilveruréttinn, þs 180 kg á kjötinu og 210 kg í bekkpressuslopp. Hvort kemur fyrst, eggið eða hænan?