Wednesday, August 06, 2008

6. ágúst

Réttstöðulyfta 170 kg 3x3
Róður 80 kg 3x10

Það er dálítið erfitt að taka réttstöðulyftu með ferköntuðum lóðum, en maður lét sig hafa það. Ýmsar aukaæfingar voru teknar í litla spítalagymminu. Engir voru æfingafélagarnir í dag og fatafellan frá því deginum áður lét ekki sjá sig því miður. Skrapp svo eftir æfingu í kaffi á deildina og svo kíkti ég í Hondaumboðið til að skoða mótuhjól. Talaði þó ekki við sölumennina, enda vilja þeir ekki tala við mig. Gerði tilboð í gamalt Honda hjól deginum áður, en það var þó algjört undirboð og því var snarlega hafnað í bili. Get hugsað um móturhjól og lyftingar þegar ég fer til Grænlands á næstunni. Og kannski rekst maður á einn vænan hvítabjörn. Þá verð ég kannski að éta allt ofan í mig sem ég sagði um daginn, já sussum svei.

Gott að vera hættur í ruglinu maður. Svona myndir verða ekki endurteknar sem betur fer. Hún er tekin á Búðum á Snæfellsnesi í einhverri fillerísferðinni. Myndin er tekin á gamla hótelinu sem brann hérna um árið. En ég kveikti ekki í því, það get ég svarið.


0 Comments:

Post a Comment

<< Home