Monday, July 28, 2008

28. júlí

Bekkpressa 90 kg 3x5 KG
Þröngur bekkur 90 kg 5 reps
skábekkur (dumbell) 20 kg 8 reps

Aukaæfingar trysep og bysep með nýju ívafi. Laufléttur dagur til að brjóta upp prógrammið. Síðan verður hvíld á morgun fyrir átök miðvikudagsins, en þá verður þungt dedd en frískt! Stutt er nefnilega í einvígi aldarinnar, þar sem mætast sjálfur Grjóni Miðnæturdeddari og Master Gunz. Til að Master Gunz nái að verða sterkasti 110 kg Metaldeddari Íslands, þá þarf allt að ganga upp. Ekki er hægt að treysta á að Sigurjón geri mistök, enda er maðurinn nú orðinn hokinn af reynslu. Íslandsmethafinn Sverrir er ákveðinn að keppa við stóru karlana í 125 kg flokki. Íslandsmet Sverra er ekki í hættu núna, en hver veit hvað gerist í nóvember?

Æfingin i dag var líka létt, vegna þess að Masterinn skellti sér á afmælismót Vinjar í skák. Þar hitti Masterinn m.a fyrir kraftlyftingameistarann og skákmanninn Emil Ólafsson. Emil er geysiharður skákmaður og náði í tveim skákum að fá vinningstöðu á Masterinn. (einnig í æfingarskák fyrir mótið) En á óskiljanlegan hátt náði Materinn að kreysta fram sigur í báðum skákunum. Emil Tölvutryllir hefur nú gengið til liðs við Víkingaklúbbinn og mun styrkja B-sveit klúbbsins mikið. Einnig er stefnt að því að fá Sir-Magister Cat í félagið.

Mótið í dag vannst þó eftir að Master hafði unnið allar fimm skákir sínar. Fékk bara tapað tafl gegn Tölvutrylli. Daginn áður hafði Materinn sótt andlegan stuðning á leiði sjálfs Bobbys Fishers. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir hittust!



























0 Comments:

Post a Comment

<< Home