Thursday, July 17, 2008

17. júlí

Bekkpressa 90 kg 3x8
skábekkur 80 kg 3x8
axlarpressa (dumbell) 20 kg 3x8

aukaæfingar: gamla Arnold æfingin (man ekki hvað hún heitir). Tók nokkur sett af henni, en þetta er maður lyftir léttum lóðum með englahreyfingu. Englaæfing, er fínt orð. Tók svo trysep og býsep 10 sett. Stutt í dag, enda í tímaþröng. Var búinn að spila golf fyrr um daginn fyrir algera tilviljun. Hef ekki spilað golf í Reykjavík í áratug, þótt sumir haldi það. Er oft með golfsettið í bílnum á sumrin svona til öryggis. Er gjörsamlega búinn að týna sveiflunni, en spilaði samt af öryggi.

Þetta var léttur dagur í gymminu, en líka stuttur. Bóndinn sagði alltaf að léttur dagur væri léttur dagur. Hann var léttur. Í gymminu í dag voru m.a Sverrir, Vignir og Flosi frá Akureyri var mættur eftir langt hlé. Gaman að sjá nýtt blóð. sir-Magister Cat var hins vegar tognaður í baki og komst ekki.

Stefnan er sett á Íslandsmótið í deddi. Verð að setja í mig sama anda og í vor, ef ekki á illa að fara. Gott er að trúa. Trúin er ekki bara trúarbrögð. Trú er líka að vona.

Mæli með sýningu Stefán Þórs í Borgarbókasafninu, en sýningin fjallar um trúartákn. Ying og Yang er eitt magnaðasta trúartaákn allra tíma. Ætlaði einu sinni að fá tattó með því út í Malaga á síðustu öld. Guggnaði á því! Núna er ég búinn að ákveða hvað ég læt þrykkja á mig. Kort af Íslandi á vinstar bakið og Thailandi á hægra.

2 Comments:

Blogger Fjölnir said...

Gunni, þú setur stefnuna á 290 í ágústlok, og svo 300 á bikarmótinu. Ég vil sjá seríuna 260-210-300 á bikarmótinu.

Taktu líka almennilegar beygjur í þessari uppkeyrslu. Komdu þér upp í 200kg 3x3 og svo 5x5 fyrir mótið.

5:12 AM  
Blogger Gunz said...

Geri það vonandi. Samt erfitt vera í anda í júlí & ágúst.

10:24 AM  

Post a Comment

<< Home