13. júlí
hnébeygja 120 kg 3x3
róður með stöng 80 kg 3x8
aukaæfingar, niðurtog, róður í vél & trappatog
magaæfingar & teygjur
Þetta var léttur dagur, sem tekinn var snemma að vanda. Margir hraustir gaurar voru á
æfingu dagsins, m.a Sveddi Sig, Smári, Alex og Steini, en Steini (Þorsteinn Sölvason) stefnir
ótrauður á ólympíuleikana fatlaðra í Peking. Annars er Brúnó karlinn orðinn hel geðveikur og
tók m.a 320 kg í réttstöðulyftu. Sem er hrikaleg þyngd fyri mann sem æfði ekki í hálft ár. Gaurinn á víst 350 kg þannig að þetta stefnir allt í miklar bætingar í haust. Reyndar náði Brúnó ekki að klára lyftuna alveg, en einhver hefur víst óvart blandað magnesíum með barnapúðri. Það kom í ljós þegar við fórum að skoða málið og greinilegt var að einhver hafði helt barnapúðri í magnesíumskálina. Fyrir þá sem ekki vita þá er Mr. Brúnó með hrikalegustu bassarödd norðan alpafjalla.
Núna stefnir maður ótrauður á bætingar í haust. Fyrsta mótið verður réttstöðulyftumótið Metal, en ég verð víst að vera með til að missa ekki öldungametið mitt í Metalsambandinu. Annars er vá fyrir dyrum því gömul gigteinkenna hafa nú tekið sig upp. Verkur í mjöðm hefur hrjáð mig í nokkrar vikur, en það virðist ekki hrjá mig í átökum við stöngina. Í fyrra var ég hins vegar mjög illa haldin.
Eftir æfinguna sötraði ég kaffi með Faaborgmeistaranum á Vegamótum. Þar var mikið af fólki í góða veðrinu að hella í sig brennivín og bjór um miðjan dag. Mikið guðslifandi fegin er maður að vera búinn að skrúfa tappann á flöskuna. Hvernig gat maður verið svona vitlaus? Ég hef ekki drukkið áfengi í rúm tvö ár. En hef reyndar stundum látið plata mig í Klöru eða Sangría. En dagar víns og rósa eru löngu liðnir. Núna eru það bara bætingar og heilbrigði.
róður með stöng 80 kg 3x8
aukaæfingar, niðurtog, róður í vél & trappatog
magaæfingar & teygjur
Þetta var léttur dagur, sem tekinn var snemma að vanda. Margir hraustir gaurar voru á
æfingu dagsins, m.a Sveddi Sig, Smári, Alex og Steini, en Steini (Þorsteinn Sölvason) stefnir
ótrauður á ólympíuleikana fatlaðra í Peking. Annars er Brúnó karlinn orðinn hel geðveikur og
tók m.a 320 kg í réttstöðulyftu. Sem er hrikaleg þyngd fyri mann sem æfði ekki í hálft ár. Gaurinn á víst 350 kg þannig að þetta stefnir allt í miklar bætingar í haust. Reyndar náði Brúnó ekki að klára lyftuna alveg, en einhver hefur víst óvart blandað magnesíum með barnapúðri. Það kom í ljós þegar við fórum að skoða málið og greinilegt var að einhver hafði helt barnapúðri í magnesíumskálina. Fyrir þá sem ekki vita þá er Mr. Brúnó með hrikalegustu bassarödd norðan alpafjalla.
Núna stefnir maður ótrauður á bætingar í haust. Fyrsta mótið verður réttstöðulyftumótið Metal, en ég verð víst að vera með til að missa ekki öldungametið mitt í Metalsambandinu. Annars er vá fyrir dyrum því gömul gigteinkenna hafa nú tekið sig upp. Verkur í mjöðm hefur hrjáð mig í nokkrar vikur, en það virðist ekki hrjá mig í átökum við stöngina. Í fyrra var ég hins vegar mjög illa haldin.
Eftir æfinguna sötraði ég kaffi með Faaborgmeistaranum á Vegamótum. Þar var mikið af fólki í góða veðrinu að hella í sig brennivín og bjór um miðjan dag. Mikið guðslifandi fegin er maður að vera búinn að skrúfa tappann á flöskuna. Hvernig gat maður verið svona vitlaus? Ég hef ekki drukkið áfengi í rúm tvö ár. En hef reyndar stundum látið plata mig í Klöru eða Sangría. En dagar víns og rósa eru löngu liðnir. Núna eru það bara bætingar og heilbrigði.
2 Comments:
kom gigtin ekki bara vegna æfingastopps og hverfur með stífari æfingum?
Búið að vera einhverja daga. Hef samt litlar áhyggjur af þessu núna.
Post a Comment
<< Home